Hvaða aðgerðir eru hagkvæmastar til að flýta fyrir rafbílavæðingu og hvaða árangri skila þær? Getur rafvæðing bílaflotans verið efnahagslega hagkvæm?

HR og HÍ hafa unnið að verkefni um greiningu á þjóðhagslegri hagkvæmni rafbílavæðingar og hafa smíðað líkan sem metur áhrif af beitingu mismunandi hagrænna hvata stjórnvalda, s.s. ívilnunum, sköttum og gjöldum.

Niðurstöður greiningarinnar verða kynntar á opnum fundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 1. nóvember kl. 9 – 10.30. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg til að meta næstu skref í orkuskiptum í samgöngum.

Dagskrá:

Þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar – Brynhildur Davíðsdóttir, HÍ, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, HR og Hlynur Stefánsson, HR

Viðbrögð og pallborðsumræður – Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarformaður Grænu orkunnar, Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri ON, Sigurður Páll Ólafssson, skrifstofu efnahagsmála

Ný rannsókn um hleðslu rafbíla kynnt – Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku

Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Fundurinn er ókeypis og öllum opinn. Skráningar er óskað í formið hér neðar, svo hægt sé að áætla kaffiveitingar.

Verkkaupar eru Samorka, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Græna orkan – samstarfsvettvangur um orkuskipti, Íslensk NýOrka og Orkusetur.