fbpx

Fréttir

Ályktun aðalfundar 2021

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi Samorku 10. mars 2021:   Ísland óháð jarðefnaeldsneyti Samorka fagnar því að fram sé komin ný orkustefna fyrir Ísland til ársins 2050 sem unnin var í þverpólitísku samstarfi. Stefnan er framsýn og verður leiðarljós í orkumálum þjóðarinnar. Í henni er meðal annars lögð áhersla á orkuöryggi, orkuskipti, að lágmarka […]

Berglind Rán kjörin formaður Samorku

Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, var í dag kjörin formaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hún er fyrsta konan sem gegnir embætti formanns Samorku í sögu samtakanna. Berglind tekur við af Helga Jóhannessyni, forstjóra Norðurorku, sem gegnt hefur stöðunni síðustu fimm ár. Helgi var kjörinn aðalmaður í stjórn til næstu tveggja ára ásamt þeim […]

Ásbjörg og Jóna í yfirstjórn Landsvirkjunar

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Landsvirkjun, þær Ásbjörg Kristinsdóttir og Jóna Bjarnadóttir. Ásbjörg verður framkvæmdastjóri á sviði framkvæmda. Hún hefur starfað hjá Landsvirkjun með hléum frá árinu 2002, undanfarin ár sem forstöðumaður á framkvæmdasviði. Ásbjörg stýrði byggingu Búrfellsstöðvar II, fyrst kvenna á Íslandi til að stýra slíku verkefni. Hún er með […]

Ráðin forstöðukona Framtíðarsýnar og reksturs

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin forstöðukona Framtíðarsýnar og reksturs hjá Veitum. Hún útskrifaðist með BS próf í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og með M.Sc próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Að námi loknu hóf Guðbjörg störf á framleiðslusviði Össurar, fyrst sem ferilseigandi á CNC renniverkstæðinu þar til hún tók […]

Grænn hagvöxtur

Vel heppnuð endurreisn íslensks efnahagslífs að heimsfaraldri COVID-19 afstöðnum er eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Störfum hefur fækkað verulega en skráð atvinnuleysi nam tæpum 11% í desember sl. Afkoma þjóðarinnar er verulega háð útflutningstekjum og því er fjölgun atvinnutækifæra óhjákvæmilega háð vexti og afkomu útflutningsfyrirtækja. Undir núverandi kringumstæðum er því nauðsynlegt að huga að umhverfi atvinnulífsins […]

Opnað á umsóknir um styrki til fráveituframkvæmda

Samorka vekur athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til fráveituframkvæmda. Styrkfjárhæð nemur að jafnaði 20% af staðfestum heildarkostnaði styrkhæfrar fráveituframkvæmdar. Styrkfjárhæð skal þó aldrei verða hærri en 30% af heildarkostnaði og að jafnaði aldrei lægri en 15%. Umsóknum skal fylgja verk- og tímaáætlun fyrir þá áfanga framkvæmdar sem sótt er […]

Tilnefningar óskast til Nýsköpunarverðlauna Samorku

Samorka óskar eftir tilnefningum til Nýsköpunarverðlauna Samorku, sem afhent verða á ársfundi samtakanna 10. mars. Nýsköpun hefur ávallt verið stór hluti af orku- og veitugeiranum á Íslandi og hefur ný þekking og framsýni lagt grunninn að lífsgæðum í landinu og verðmætasköpun. Á ársfundi Samorku verður fjallað um þessa grósku í fortíð, nútíð og framtíð. Samorka […]

Nýir forstöðumenn hjá Veitum

Hrefna Hallgrímsdóttir er nýr forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum og Diljá Rudolfsdóttir er nýr forstöðumaður snjallvæðingar. Hrefna tekur við stóru búi en Veitur reka þrettán hitaveitur sem þjóna um 65% íslensku þjóðarinnar. Fimm hitaveitnanna eru á Vesturlandi, sjö á Suðurlandi og sú langstærsta er á höfuðborgarsvæðinu. Heita vatnið í hana er fengið frá virkjunum systurfélagsins Orku […]

Laki Power fær 335 milljóna króna styrk frá ESB

  Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Laki Power, sem þróar og framleiðir tæki til þess að fylgjast með ástandi háspennulína, hefur hlotið 2,1 milljóna evra styrk, jafnvirði um 335 milljóna króna, frá Evrópusambandinu til að þróa tæknina áfram og efla sölu- og markaðsstarf á erlendum mörkuðum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, afhenti Óskari H. Valtýssyni, stofnanda […]

Fagsviðsstjóri óskast til Samorku

Fagsviðsstjóri Hefur þú áhuga á: Orkuskiptum? Umhverfismálum? Traustum innviðum? Snjallvæðingu? Samorka óskar eftir að ráða drífandi einstakling sem býr yfir miklu frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna mikilvægum og spennandi verkefnum í heimi orku- og veitumála. Um er að ræða skemmtilegt starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á að leiða faglegt starf samtakanna, […]

Ertu að leita að þessu?