Vel heppnuð endurreisn íslensks efnahagslífs að heimsfaraldri COVID-19 afstöðnum er eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Störfum hefur fækkað verulega en skráð atvinnuleysi nam tæpum 11% í desember sl. Afkoma þjóðarinnar er verulega háð útflutningstekjum og því er fjölgun atvinnutækifæra óhjákvæmilega háð vexti og afkomu útflutningsfyrirtækja. Undir núverandi kringumstæðum er því nauðsynlegt að huga að umhverfi atvinnulífsins […]
Orkuskiptin minnka kolefnisspor Íslendinga
Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Samorku skrifar: Þriðjungur af losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda árið 2018 var frá vegasamgöngum og er því stærsti einstaki losunarflokkurinn. Góður árangur í orkuskiptum í vegasamgöngum er því lykilatriði til að við stöndumst þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum undir gengist. Ávinningur orkuskiptanna einskorðast þó ekki við loftslagsmálin. […]
112.765.594 ástæður til að elska hitaveitur
1 athugasemd við 112.765.594 ástæður til að elska hitaveitur„Pabbi, það kemur ekkert heitt vatn úr krananum!“ sagði sonur minn við mig í töluverðri geðshræringu þegar hann átti að þvo hendurnar fyrir svefninn, fyrsta kvöldið sitt í heimsókn til heimalands móður sinnar. Þar vorum við stödd í Perú, landi þar sem heimsklassa jarðvarmaauðlind er til staðar – en skrefið hefur ekki verið tekið að […]
Lykillinn að árangri í loftslagsmálum
Á dögunum kynntu stjórnvöld uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar má sjá metnaðarfullar og fjölbreyttar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. Orku- og veitufyrirtæki landsins láta sig þessi mál mikið varða enda er hrein orka og traustir orkuinnviðir um allt land lykillinn að árangri í loftslagsmálum. Á aðalfundi Samorku var eftirfarandi ályktun […]
Ekkert nema tækifæri!
Rafbílavæðingin er á fleygiferð! Í janúar síðastliðnum voru nýskráðir fólksbílar sem knúnir eru áfram af rafmagni í fyrsta sinn fleiri en bensín- og díselbílar samanlagt. Þetta þýðir að við Íslendingar erum í 2. sæti í heiminum í hlutfalli hreinna rafbíla af nýskráðum bílum. Þá er uppbygging innviða fyrir hreinorkubíla í fullum gangi og það stefnir […]
Sala upprunaábyrgða skaðar ekki ímynd Íslands
Upprunaábyrgðir raforku hafa verið til umræðu í fjölmiðlum upp á síðkastið. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um þær, en hins vegar hefur borið á grundvallar misskilningi um grunnatriði þeirra. Hér eru nokkrar staðreyndir um upprunaábyrgðir raforku og ástæður þess að Ísland tekur þátt. Kerfið er hluti af evrópskum loftslagsaðgerðum. Kerfið var sett á laggirnar […]
Hálendisþjóðgarður og orkuauðlindir þjóðarinnar
Grein eftir Ingibjörgu Ólöfu Ísaksen og Helga Jóhannesson: Í grein sem umhverfisráðherra skrifar í Vikudag þann 16. janúar sl. fjallar hann um drög að frumvarpi um hálendisþjóðgarð og setur m.a. fram spurninguna „Hvað með virkjanir?“. Þar kemur ráðherra inn á að virkjanir hafi verið bitbein stjórnmála og samfélagslegrar umræðu og nú sé reynt að sætta […]
Þriðju orkuskiptin: Í þágu okkar allra
Grein eftir Ingvar Frey Ingvarsson, hagfræðing Samorku: Þriðju orkuskiptin: Í þágu okkar allra Árangur af Parísarsamningnum er fyrst og fremst háður þeim aðgerðum sem aðildarríki hans grípa til í því skyni að standa við skuldbindingar sínar. Ljóst er að áætlanir ríkjanna þurfa að vera metnaðarfullar og aðgerðirnar skjótvirkar. Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér það afar […]
Hlúum að innviðunum okkar
Hlúum að innviðunum okkar Enn og aftur höfum við verið minnt á hvað orkuinnviðirnir okkar eru mikilvægir heilsu, öryggi og lífsviðurværi fólks. Aftakaveður gekk yfir landið í vikunni og þrátt fyrir umfangsmikinn undirbúning og viðbúnað þeirra sem stuðla að öryggi og velferð landsmanna varð víðtækt og fordæmalaust rafmagnsleysi með tilheyrandi tjóni og óþægindum. Starfsfólk veitufyrirtækjanna, […]
Fráveitan er málið
Grein eftir Pál Erland, framkvæmdastjóra Samorku. Fráveitan er málið Fráveitumál eru eitt mikilvægasta umhverfismálið og snýr bæði að lýðheilsu og góðri umgengni við náttúruna. Á undanförnum áratugum hafa sveitarfélög og veitufyrirtæki í þeirra eigu lyft grettistaki í að bæta fráveitukerfi og fjölga skólphreinsistöðvum víða um land. Á árunum 1992-2005 fór hlutfall landsmanna sem búa við […]