fbpx

Fréttir

Aðalheiður til OR

Aðalheiður Sigurðardóttir hefur verið ráðin í nýtt starf forstöðumanns verkefnastofu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hlutverk hennar og samstarfsfólks verður að veita faglega forystu um verkefnamenningu hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögunum; Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Aðalheiður er viðskiptafræðingur með meistarapróf í verkefnastjórnun (MPM) og frekara nám í þeim fræðum frá Stanford Center for Professional Development. […]

Landsvirkjun verður kolefnishlutlaus 2025

Landsvirkjun hefur sett fram nýja aðgerðaáætlun um að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust árið 2025. Landsvirkjun hefur um langt árabil lagt áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og unnið jafnframt að kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Í yfir 10 ár hefur fyrirtækið kortlagt og skrásett kolefnisspor sitt og birt árlega losunartölur í umhverfisskýrslum en góð þekking […]

Fráveitan er málið

Grein eftir Pál Erland, framkvæmdastjóra Samorku. Fráveitan er málið Fráveitumál eru eitt mikilvægasta umhverfismálið og snýr bæði að lýðheilsu og góðri umgengni við náttúruna. Á undanförnum áratugum hafa sveitarfélög og veitufyrirtæki í þeirra eigu lyft grettistaki í að bæta fráveitukerfi og fjölga skólphreinsistöðvum víða um land. Á árunum 1992-2005 fór hlutfall landsmanna sem búa við […]

Landsvirkjun hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála

  Landsvirkjun hlaut í dag Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2019. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhenti Herði Arnarsyni forstjóra og Selmu Svavarsdóttur, forstöðumanni á starfsmannasviði, verðlaunin á fundi um jafnréttismál í hátíðarsal Háskóla Íslands í morgun. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður á starfsmannasviði Landsvirkjunar og Halldór Benjamín […]

Hvers virði er góð salernisaðstaða?

Alþjóðlegi klósettdagurinn er í dag, 19. nóvember. Fjórir og hálfur milljarður manna í heiminum í dag hefur ekki aðgengi að salerni sem tengt er öruggu fráveitukerfi og hátt í 700 þúsund manns þurfa að gera þarfir sínar utandyra á degi hverjum. Afleiðingin er meðal annars sú að um tveir milljarðar jarðarbúa nýta drykkjarvatnsuppsprettur sem eru […]

Upprunaábyrgðir: Lóð á loftslagsvogarskálar

Aðsend grein í Morgunblaðið eftir Lovísu Árnadóttur, upplýsingafulltrúa Samorku: UPPRUNAÁBYRGÐIR: LÓÐ Á LOFTSLAGSVOGARSKÁLAR Á Íslandi er rafmagn framleitt með endurnýjanlegum hætti. Þetta er staðreynd, sem þó skolast stundum til þegar uppgjör vegna upprunaábyrgða raforku, stundum kölluð græn skírteini, er birt einu sinni á ári. Því er rétt að skerpa aðeins á hvað upprunaábyrgðir eru, hver […]

Græn skírteini tækifæri til að hámarka virði orkunnar

1 athugasemd við Græn skírteini tækifæri til að hámarka virði orkunnar

Fræðslufundur Samorku um upprunaábyrgðir, eða græn skírteini, var haldinn á Icelandair Hótel Natura mánudaginn 4. nóvember. Upptökur af erindum má finna í þessari frétt. Upprunaábyrgðir raforku urðu til sem liður í því að vinna á móti loftslagsbreytingum með því að vera fjárhagslegur hvati til að byggja upp græna orkukosti í Evrópu. Þau ganga út á […]

Upprunaábyrgðir raforku: Fræðslufundur

Samorka býður til fræðslufundar um upprunaábyrgðir raforku, eða græn skírteini eins og þau eru oft kölluð. Tilgangur fundarins er að fjalla um tilurð og markmið kerfisins um upprunaábyrgðir, af hverju Ísland tekur þátt í því og hvaða ávinning þátttakan getur haft fyrir Ísland og raforkukaupendur hér á landi. Fundurinn hefst kl. 14 á Icelandair Hótel […]

Tómas Már ráðinn forstjóri HS Orku

Tómas Már Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri HS Orku. Mun hann taka við starfinu frá og með næstu áramótum. . Tómas Már hefur starfað um árabil hjá Alcoa, þar sem hann gegndi stöðum forstjóra Alcoa á Íslandi, í Evrópu og Mið-Austurlöndum, og nú síðast frá 2014 stöðu aðstoðarforstjóra fyrir Alcoa Corporation. Áður starfaði Tómas sem […]

Nýsköpun í hitaveitu verðlaunuð

Alþjóðlegu hitaveituverðlaunin Global District Energy Climate Awards voru afhent í sjötta sinn á Hilton Reykjavík Nordica í gær, samhliða ráðstefnunni Sustainable District Energy Conference. Samtökin Euroheat and Power standa fyrir verðlaununum og í þetta sinn í samstarfi við voru vinningshafar valdir í samstarfi við Alþjóðaorkumálastofnunina (IEA) og markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir og samfélög. […]

Ertu að leita að þessu?