fbpx

Fréttir

12 milljarða framkvæmdir og afslættir til stórnotenda

Landsvirkjun hyggst leggja um 12 milljarða króna til ýmissa nýframkvæmda, endurbóta og viðhalds á orkuvinnslusvæðum á næstu þremur árum, veita tímabundna afslætti af raforkuverði til viðskiptavina meðal stórnotenda sem nema um 1,5 milljörðum króna, undirbúa rannsóknar- og þróunarverkefni á Suðurlandi og Norðurlandi í samstarfi við hagaðila í nærsamfélaginu og flýta verkefnum á sviði stafrænnar þróunar. […]

Carbfix tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna

Flokkað í

Carbfix kolefnisförgunaraðferðin hefur verið tilnefnd til alþjóðlegu Keeling Curve verðlaunanna. Verðlaunin eru veitt árlega þeim sem náð hafa eftirtektarverðum árangri við að minnka losun eða auka bindingu gróðurhúsalofttegunda í þágu loftslagsmála. „Það er ánægjuleg viðurkenning að fá þessa tilnefningu en hún endurspeglar sívaxandi áhuga og tiltrú á að Carbfix kolefnisförgunaraðferðin geti nýst við að draga […]

Íslenskt- gjörið svo vel: Sameiginlegt átak stjórnvalda og atvinnulífsins

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafa undirritað samning um sameiginlegt kynningarátak stjórnvalda og atvinnulífs um að verja störf og auka verðmætasköpun undir heitinu: Íslenskt – gjörið svo vel. Að samningnum standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök […]

Fjárfestingar OR auknar um tvo milljarða

Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær, 8. apríl, voru samþykktar aðgerðir til að bregðast við þeim afleiðingum sem Covid-19 faraldurinn hefur í för með sér fyrir atvinnulífið. Með aðgerðunum vill OR sýna samfélagslega ábyrgð í verki og auka fjárfestingar í verkefnum sem hafa mikil áhrif í samfélaginu með það að leiðarljósi að viðhalda atvinnustiginu […]

Ný könnun vegna COVID-19

Rúmlega 90 prósent forsvarsmanna fyrirtækja telja að tekjur muni minnka milli annars ársfjórðungs í fyrra og sama fjórðungs í ár, vegna áhrifa COVID 19 á íslenskt atvinnulíf. Minnkun tekna er að meðaltali áætluð 50 prósent en hjá þeim sem svara að hún minnki nemur samdrátturinn tæplega 55 prósent. 80 prósent forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja telja að […]

Samorkuþingi frestað um eitt ár

Samorkuþingi, sem halda átti á Akureyri þann 14. og 15. maí 2020, hefur verið frestað um eitt ár. Stjórn Samorku tók ákvörðun um þetta á stjórnarfundi í vikunni í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Verið er að kanna með samstarfsaðilum á Akureyri hvaða dagsetningar henta best fyrir þingið í maí 2021. Um leið og það liggur […]

Fráveitustöð óstarfhæf vegna blautklúta

Hreinsistöð fráveitu við Klettagarða er nú óstarfhæf og fer óhreinsað skólp í sjó. Ástæðan er gríðarlegt magn af blautklútum, t.a.m. sótthreinsiklútum, í fráveitukerfinu. Svo virðist sem magn slíkra klúta, sem hent er í salerni, hafi aukist margfalt undanfarna daga og hefur það skapað mikið álag á allan búnað hreinsistöðva og starfsfólk. Nú er svo komið […]

Rafrænir upplýsingafundir fyrir stjórnendur aðildarfyrirtækja

Boðað er til þriggja rafrænna upplýsingafunda á mánudaginn fyrir stjórnendur aðildarfyrirtækja um viðfangsefni sem atvinnulífið stendur nú frammi fyrir vegna COVID 19. Tenglar á fundina verða sendir á fulltrúa aðildarfyrirtækja um hádegi á mánudag. Framkvæmdastjórar allra félaga sem að fundinum standa mundu taka þátt í fundinum og öllum fundarmönnum gefst kostur á að taka þátt […]

Ertu að leita að þessu?