Íslandsbanki, Ergo og Samorka bjóða á morgunfund um rafbílavæðingu Íslands í Hörpu þann 10. nóvember. Rætt verður um þá innviði sem hér eru til staðar og hversu raunhæfir kostir rafbílar séu í dag og á komandi árum.
Fréttir
Fréttir
Málþing: Örplast í skólpi
Vatns- og fráveitufélag Íslands, VAFRÍ, og Samorka halda opið málþing þann 15. nóvember um örplast í skólpi. Málþingi er haldið í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, og stendur frá 13.30-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á þá þekkingu sem til er um málefnið hér á landi, um upptök og afdrif örplasts í skólpi og mögulegum […]
Samorka óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra
Samorka óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Leitað er að reyndum leiðtoga sem býr yfir góðri samskiptafærni, frumkvæði og skipulögðum vinnubrögðum. Einstaklingi sem hefur það sem þarf til að starfrækja jákvæðan vettvang um starfsemi orku- og veitufyrirtækja. Intellecta hefur umsjón með ráðningunni og má sjá auglýsinguna um starfið á heimasíðu þeirra. Auglýsingin birtist fyrst í Fréttablaðinu laugardaginn […]
Gústaf lætur af störfum sem framkvæmdastjóri
Gústaf Adolf Skúlason hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri Samorku lausu. Gústaf hefur gegnt starfinu frá mars 2013 og þar áður starfi aðstoðarframkvæmdastjóra samtakanna frá ársbyrjun 2007. Hann mun gegna starfi framkvæmdastjóra þar til nýr tekur til starfa, og verða samtökunum innan handar fyrst um sinn í kjölfar þess. Stjórn og starfsfólk Samorku þakka Gústafi […]
Orku- og veituþjónusta langódýrust á Íslandi
Íslensk heimili greiða langminnst fyrir orku- og veituþjónustu á Norðurlöndum. Samanlagt greiða Íslendingar rúmum 400 þúsund krónum minna fyrir kalt og heitt vatn, rafmagn og fráveitu á hverju ári en þar sem þjónustan er dýrust. Sé miðað við heildarreikning fyrir 100 fermetra íbúð og meðalnotkun á ári, greiðir íslenskt heimili aðeins um 247 þúsund krónur […]
Menntun og mannauður: Starfsþjálfun í fyrirtækjum
Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 20. október frá kl. 8.30-10. Að þessu sinni verður kynning á TTRAIN (Tourism training) verkefninu, en það snýst um að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustufyrirtækjanna og endurmennta þá sem fyrir eru. Sambærilegt verkefni hefur verið útfært fyrir verslunina á Íslandi þannig að það getur haft breiða […]
Landsvirkjun bakhjarl Kvenna í orkumálum
Landsvirkjun verður bakhjarl félagsins Kvenna í orkumálum til tveggja ára. Skrifað var undir styrktarsamning þess efnis í vikunni. Félagið Konur í orkumálum var stofnað fyrr á árinu og telja félagsmenn nú um 200 talsins. Félagið er opið öllum þeim sem starfa við orkumál eða hafa áhuga á orkumálum á Íslandi. Tilgangur félagsins er að efla […]
Orkusalan gefur hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Orkusalan, dótturfyrirtæki RARIK, gefur öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla, alls um 80 talsins. Með þessu vill fyrirtækið auðvelda rafbílaeigendum að komast leiðar sinnar hringinn í kringum landið. Fyrsta stöðin verður sett upp í Vestmannaeyjum á næstu vikum. Ísland er í lykilstöðu til að leiða rafbílavæðingu heimsins og vill Orkusalan leggja sitt af mörkum með samfélagslega ábyrgð […]
Ánægja með vatnsveituráðstefnu
Norrænu vatnsveituráðstefnunni lauk á dögunum, en hún er haldin annað hvert ár á Norðurlöndunum. Í ár fór ráðstefnan fram á Íslandi og þótti takast með eindæmum vel. Hún var haldin í Hörpu, nánar tiltekið í Silfurbergi og Björtuloftum. Veðrið skartaði sínu fegursta og útsýnið úr Hörpu var frábært, svo það gerði góða ráðstefnu enn ánægjulegri. […]
Nýjar víddir jarðvarmans á haustfundi JHFÍ
Haustfundur JHFÍ verður haldinn fimmtudaginn 13. október næstkomandi, frá 15:00-16:30. Fundurinn verður haldinn hjá Orkuveitu Reykjavíkur, að Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Þema fundarins er „Nýjar víddir jarðvarmans“ og kaffi og meðlæti er í boði OR. Dagskrá: 15:00 – 15:05 Setning fundarins Kristín Vala Matthíasdóttir, formaður Jarðhitafélags Íslands 15:05 – 15:10 Úthlutun á styrk JHFÍ 15:10 – […]