WOW air hlaut á dögunum viðurkenninguna Grænt ljós frá Orkusölunni fyrst allra fyrirtækja. Með viðurkenningunni er staðfest að öll raforkusala til WOW air er að fullu vottuð endurnýjanleg með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. „Græn vottun getur skipt máli í viðskiptaumhverfinu og því felur ljósið í sér tækifæri fyrir viðskiptavini okkar til að aðgreina sig á […]
Fréttir
Fréttir
Páll Erland ráðinn framkvæmdastjóri Samorku
Páll Erland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Páll hefur starfað í orku- og veitufyrirtækjum frá árinu 2001. Páll var meðal annars framkvæmdastjóri veitureksturs Orkuveitu Reykjavíkur í sjö ár og framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar frá því orkufyrirtækið var stofnað árið 2014. Þá hefur hann einnig setið í stjórn HS Veitna. Páll er […]
Landsvirkjun og Advania gera rafmagnssamning
Landsvirkjun og Advania hafa undirritað samning um afhendingu á rafmagni til gagnavers Advania á Fitjum. Samningurinn gerir Advania kleift að halda áfram að tryggja vöxt gagnaversreksturs fyrirtækisins og hefst afhending samkvæmt samningi fyrir árslok 2016. Orkan verður afhent úr núverandi aflstöðvakerfi Landsvirkjunar. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar fagnar komu Advania í hóp viðskiptavina fyrirtækisins og segir […]
Jákvæð niðurstaða fyrir HS Orku
HS Orku hf. hefur borist jákvæð niðurstaða í gerðardómsmálinu sem varðaði gildi orkusölusamnings milli HS Orku hf. og Norðuráls Helguvíkur ehf. Þetta kemur fram á heimasíðu HS Orku í dag. Gerðardómurinn komst að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningurinn væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. Ennfremur var það niðurstaða gerðardómsins að lok samningsins væru ekki […]
Ísland trónir á toppnum
Ísland stendur sig best allra þjóða þegar kemur að hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa í rafmagnsframleiðslu, samkvæmt nýjum tölum frá Alþjóða orkumálastofnuninni (IEA). Hér á landi er hlutfallið 99,99% og er mun hærra en í öðrum Evrópulöndum, að Noregi frátöldum þar sem hlutfallið er tæp 98%. Að sama skapi skipar Ísland neðsta sætið þegar hlutfall jarðefnaeldsneytis […]
Góð rekstrarniðurstaða OR
Hagnaður OR eftir fyrstu níu mánuði ársins nemur 9,4 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu í dag. Nettóskuldir OR hafa lækkað um 17,8 milljarða frá áramótum. Þar af hefur styrking krónunnar skilað 3,8 milljörðum til lækkunar skulda og færist til tekna. Í gær tilkynntu Veitur um gjaldskrárbreytingar sem verða um áramót. Veitur […]
Óskað eftir tilnefningum til Menntaverðlauna atvinnulífsins
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 2. febrúar 2017. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 12. desember nk. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2017, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið. […]
Alþjóðlegi klósettdagurinn
Klósettdagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur 19. nóvember ár hvert á vegum UN Water frá árinu 2013. Honum er ætlað að minna á að ekki búa allir við þann lúxus að hafa salerni á heimili sínu, sem hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði og lífslíkur fólks um allan heim. Salerni er mikilvægur þáttur í sterku hagkerfi. Þau bæta […]
Bjarni Már Júlíusson ráðinn framkvæmdastjóri ON
Stjórn Orku náttúrunnar (ON) hefur gengið frá ráðningu Bjarna Más Júlíussonar í starf framkvæmdastjóra. Bjarni Már hefur verið forstöðumaður tækniþróunar ON frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2014. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra frá og með deginum í dag, 14. nóvember 2016. Nánari upplýsingar um ráðninguna má sjá á vef ON.
Vel sóttur fundur um rafbíla
Um 200 manns sóttu vel heppnaðan fund Samorku, Íslandsbanka og Ergo í Hörpu í morgun undir yfirskriftinni Hvar eru rafbílarnir?. Fjallað var meðal annars um raforkukerfið og undirbúning fyrir rafbílavæðingu, innviði og rafbílamarkaðinn eins og hann er í dag. Erindi fluttu þau Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála hjá […]