Lögmannsstofan BBA hefur gefið út handbókina „Geothermal Transparency Guide“. Í bókinni er veitt yfirsýn yfir helstu atriði jarðhitalöggjafar er varða rannsóknir, nýtingu og framleiðslu á raforku með jarðhita í 16 löndum, þ.m.t. á Íslandi. Löndin sem fjallað er um í bókinni eiga það sammerkt að nýta jarðhita til raforkuvinnslu nú þegar eða hafa möguleika og […]
Fréttir
Fréttir
160 sólarorkulampar til Afríku
Samorka mun koma 160 sólarorkulömpum til Kendu Bay í Kenýa, Afríku í samstarfi við GIVEWATTS og skipta þar með út heilsuspillandi steinolíulömpum fyrir endurnýjanlegan orkugjafa. Ráðist var í verkefni í tilefni af degi rafmagnsins sem haldinn var hátíðlegur mánudaginn 23. janúar. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á mikilvægi rafmagns í samfélaginu, í leik og starfi […]
Hálf milljón fyrir besta orkutengda verkefnið
Atvinnu- og nýsköpunarhelgin verður haldin á Akureyri helgina 3.- 5. febrúar. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og atvinnulífins og snýst um að virkja fólk til athafna. Markmiðið er að fá alla áhugasama, 18 ára og eldri, til að vinna saman að nýjum og gömlum hugmyndum sem gætu endað sem fyrirtaks viðskiptaáætlun eða atvinnutækifæri. Verðlaun verða svo […]
Orkusalan aðalbakhjarl Vetrarhátíðar 2017
Orkusalan verður aðalbakhjarl Vetrarhátíðar í Reykjavík í ár, en samstarfssamningur fyrirtækisins og Höfuðborgarstofu var undirritaður á dögunum. Vetrarhátíð í Reykjavík verður haldin í 16. sinn dagana 2. – 5. febrúar. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki á höfuðborgarsvæðinu og gefa því tækifæri til að njóta ókeypis viðburða á sviði menningar, lista, íþrótta og útiveru í eigin […]
HS Orka bakhjarl Kvenna í orkumálum
HS Orka verður bakhjarl samtakanna Konur í orkumálum, en skrifað var undir samninginn á dögunum. Samningurinn er til tveggja ára. Haft er eftir Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra HS Orku á heimasíðu fyrirtækisins, að það sé nauðsynlegt að auka hlut kvenna í orkugeiranum og að HS Orka sé stolt af því að vera bakhjarl þessa mikilvæga félags. Jafnframt […]
#sendustraum á degi rafmagnsins
Hvernig væri lífið án rafmagns? Í nútíma samfélagi er svarið við þeirri spurningu líklega: Óhugsandi. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut á hverjum degi. Langt skammdegið hefur engin áhrif á okkar daglega líf og við njótum þeirra forréttinda að orkan okkar er ódýr og um leið hrein, þar sem nær öll raforkuframleiðsla á Íslandi er […]
Norræna fráveituráðstefnan 2017: Kallað eftir erindum
NORDIWA, norræna fráveituráðstefnan, verður haldin í Árhúsum í Danmörku dagana 10.-12. október 2017. Nú óskar skipulagsnefnd eftir útdráttum úr erindum. Útdrátturinn má eigi vera lengri en 600 orð á hálfri A4 blaðsíðu og skal vera á ensku. Tekið verður við innsendum útdráttum til og með 6. mars. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, umfjöllunarefni hennar, hvernig senda […]
Umhverfisvæn raforkuframleiðsla á Íslandi
Aðeins 22% allrar raforku í OECD ríkjum er framleitt með endurnýjanlegum hætti. Á Íslandi er þetta hlutfall 99,99% . Þetta kemur fram í nýjustu tölum frá Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA). Tölur Alþjóðaorkumálastofnunarinnar ná yfir tímabilið 2014-2016. Þar kemur fram að 60% rafmagns í OECD ríkjum er framleitt með jarðefnaeldsneyti, 18% með kjarnorku, 14% með vatnsafli og loks […]
105 hleðslustöðvar fyrir rafbíla bætast við
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögur ráðgjafanefndar Orkusjóðs um veitingu styrkja til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla. 16 verkefni hljóta styrk, samtals að fjárhæð 201 m.kr. Af styrkþegunum 16 eru samtals 6 sveitarfélög. Auk þeirra er þar að finna orkufyrirtæki, söluaðila eldsneytis og fleiri aðila. Með þessum verkefnum verður hægt á næstu tveimur árum að byggja upp […]
Góður árangur í fjármögnun hjá Landsneti
Landsnet hefur gefið út óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 200 milljónir bandaríkjadollara (22,9 milljarðar króna). Fjármögnunin er liður í því að tryggja félaginu fjármagn á hagstæðum kjörum til lengri tíma, breyta samsetningu lána og draga úr gengisáhættu. Bréfin eru að stærstum hluta með gjalddaga eftir tíu til tólf ár og bera að meðaltali 4,56% fasta vexti. Þau voru seld […]