Samorka óskar eftir tilboðum í jarðstrengi fyrir neðangreindar dreifiveitur. Útboðsgögnin eru afhent rafrænt. Hafa skal samband í tölvupósti í netfangið baldur@samorka.is, en einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu SAMORKU – www.samorka.is. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) (http://ted.europa.eu). Meginatriði útboðs Samorku á jarðstrengjum Um er að ræða útboð á eftirfarandi rafmagns jarðstrengjum […]
Fréttir
Fréttir
Grettistaki lyft í fráveitumálum síðustu áratugi
Undanfarna áratugi hefur verið lyft grettistaki í fráveitumálum hér á landi. Fyrir 25 árum, árið 1992, voru eingöngu 6% landsmanna tengd skólphreinsistöð en á því næsta verður hlutfallið 84%, miðað við áætlanir. Upplýsingarnar sem fram koma í úttekt Umhverfisstofnunar um ástand skólphreinsimála og fjallað var um í hádegisfréttum RÚV 11. september 2017 sýna vissulega að […]
Risastyrkir til loftslagsverkefna
Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Háskóla Íslands og erlendar vísindastofnanir hafa fengið tvo styrki samtals að fjárhæð 12,2 milljóna evra frá Evrópusambandinu til þróa áfram bindingu koltvíoxíðs sem grjót. Fjárhæðin sem samstarfsaðilarnir hljóta til verkefnanna svarar til liðlega eins og hálfs milljarðs króna. Nýsköpunarverkefnin, sem hófust árið 2007, hafa þegar leitt til verulegs samdráttar í […]
Þjóðhagslegur ávinningur af rafbílavæðingu greindur
Frá undirritun samningsins í húsakynnum Samorku í dag. Frá vinstri: Erla Sigríður Gestsdóttir frá ANR, Páll Erland framkvæmdastjóri Samorku, Brynhildur Davíðsdóttir frá HÍ, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson frá HR, og Jón Björn Skúlason frá Íslenskri NýOrku og Grænu Orkunni. Á myndina vantar Sigurð Inga Friðleifsson frá Orkusetri. Samorka, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Græna Orkan, Íslensk NýOrka og […]
Baldur Dýrfjörð til Samorku
Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur, hefur verið ráðinn til Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Baldur starfaði áður hjá Norðurorku hf. sem er veitufyrirtæki í eigu sex sveitarfélaga við Eyjafjörð. Þar áður starfaði Baldur sem starfsmannastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, sem bæjarlögmaður hjá Akureyrarbæ og lögfræðingur Íslandsbanka. Baldur hefur, sem fulltrúi Norðurorku hf., starfað í ýmsum nefndum og ráðum […]
Sylvía Kristín Ólafsdóttir ráðin deildarstjóri jarðvarmadeildar Landsvirkjunar
Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði Landsvirkjunar. Hlutverk jarðvarmadeildar á orkusviði er að annast aflstöðvar Landsvirkjunar á sviði jarðvarma og vindorku þannig að þær skili tilgreindu hlutverki sínu. Deildin ber ábyrgð á rekstri, eftirliti og viðhaldi þessara orkuvirkja og leggur áherslu á öryggi og hagkvæmni, umhverfismál og samstarf við nærsamfélag. Sylvía hefur […]
Langódýrast að hita húsið sitt í Reykjavík
Húshitunarkostnaður á Íslandi er langt undir meðaltali á Norðurlöndunum. Fimmfalt dýrara er fyrir íbúa í Helsinki að hita húsið sitt en fyrir íbúa í Reykjavík. Árlegur kostnaður við að hita heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu er 88 þús krónur á ári og hefur hann hækkað lítillega á milli ára. Íbúi í Helsinki þarf að borga […]
Kynbundinn launamunur minnkar enn hjá OR
Jafnlaunagreining hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum leiðir í ljós minnkandi launamun kynja og ber fyrirtækið áfram gullmerki jafnlaunaúttektar PwC vegna ársins 2017. Óútskýrður kynbundinn launamunur mælist nú 1,4%. Dregið hefur markvisst úr kynbundnum launamun innan OR samsteypunnar síðustu árin eins og sjá má í frétt um málið á heimasíðu OR. Árangurinn náðist meðal annars með […]
Sólar- og vindorka framtíðin í rafmagnsframleiðslu í heiminum
1 athugasemd við Sólar- og vindorka framtíðin í rafmagnsframleiðslu í heiminumNæstum helmingur raforkuframleiðslu heimsins mun koma frá sólar- og vindorku árið 2040 skv. árlegri skýrslu Bloomberg um horfur á orkumarkaði, sem kom út á dögunum. Í dag er hlutfallið um 12%. Til þess að þetta geti gengið eftir þarf að þrefalda fjárfestingu í þróun á vinnslu rafmagns úr endurnýjanlegum orkugjöfum miðað við úr jarðefnaeldsneyti, svo […]
Landgræðsluhópur ON græðir sárin
Landgræðsluhópur Orku náttúrunnar hófst í dag handa við að lagfæra skemmdir vegna krots mosa í Litlu Svínahlíð í Grafningi. Þar hafði verið skrifað í mosaþembuna með því að rífa upp mosa. ,,Við ætlum að freista þess að lagfæra skemmdirnar og byrjuðum björgunarverkefnið í dag. Litlar mosaþúfur voru teknar umhverfis stafina, sem höfðu verið krotaðir í […]