Samorka óskar landsmönnum öllum hlýlegra jóla með birtu og yl og þakkar gott samstarf á árinu sem er að líða.
Fréttir
Fréttir
Lokaáfanganum náð í skólphreinsun á höfuðborgarsvæðinu
Ný hreinsistöð skólps á Kjalarnesi hefur tekin í notkun. Þar með er allt þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu tengt við hreinsistöðva og því risavaxna verkefni, sem uppbyggingarátak fráveitu höfuðborgarinnar hefur verið frá árinu 1995, er lokið. Hreinsun strandlengjunnar í kjölfarið hefur verið nefnd stærsta skref í umhverfishreinsun sem stigið hefur verið hér á landi. Hönnun hreinsistöðvarinnar á […]
Stórt stökk framundan í fráveitumálum
Skólp verður hreinsað hjá 90% landsmanna eftir fimm ár nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Í dag er hlutfallið 77%. Á þessu ári bætast hátt í 10.000 landsmenn í þann hóp að búa við skólphreinsun þegar nýjar hreinsistöðvar í Borgarnesi, á Akranesi og á Kjalarnesi verða teknar í notkun. Þetta kom fram […]
Rekstrarstaða OR eftir 9 mánuði prýðileg
Rekstrarkostnaður Orkuveitu Reykjavíkur fyrstu níu mánuði ársins 2017 var lægri en sömu mánuði í fyrra. Ytri rekstrarskilyrði hafa um margt verið hagstæð það sem af er ári og nam hagnaður fyrstu níu mánaðanna 10,5 milljörðum króna. Innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur eru, auk móðurfélagsins; Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur. Samanlagður rekstrarkostnaður fyrirtækjanna lækkaði frá fyrra […]
Þeistareykjavirkjun gangsett
17. aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í dag við hátíðlega athöfn. Um er að ræða þriðju jarðvarmastöð fyrirtækisins, en fyrir eru Kröflustöð og gamla gufustöðin í Bjarnarflagi. Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöð sem Landsvirkjun byggir frá grunni. Þeistareykjastöð verður 90 MW. Hún er reist í tveimur 45 MW áföngum og var vélasamstæða 1 gangsett í […]
Sérfræðingur í upplýsingaöflun og greiningum
Samorka óskar eftir að ráða drífandi einstakling sem býr yfir miklu frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna mikilvægum og spennandi verkefnum á sviði greininga. Um er að ræða skemmtilegt starf fyrir einstakling sem hefur áhuga og getu til að safna saman og greina hagtölur og ýmsar áhugaverðar upplýsingar sem varða orku- og veitustarfsemi […]
Landsnet framtak ársins á Umhverfisdegi atvinnulífsins
Landsnet hreppti í dag verðlaun fyrir Framtak ársins á Umhverfisdegi atvinnulífsins, sem haldinn var hátíðlegur á Hilton Reykjavík Nordica. Fyrirtækið hlaut verðlaunin fyrir Snjallnet á Austurlandi og veitti Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður fyrirtækisins verðlaunum móttöku. Verkefni Landsnets felur í sér þróun á sjálfvirkri stýringu á raforkuafhendingu fyrir sex fiskimjölsverksmiðjur á Austurlandi ásamt álagsstýringum í álverum, […]
Halarófa rafbíla við upphaf hringferðar
Bílar frá Samorku og aðildarfélögum tóku þátt í halarófu rafbíla sem fylgdi tveimur Englendingum úr hlaði við upphaf hringferðar um Ísland í dag. Englendingarnir tveir, Mark og Stewart ásamt móður annars þeirra á níræðisaldri, keyra hringinn á óbreyttum rafbílum og engar vararafhlöður verða með í för. Þannig vilja þeir sýna fram á að rafbílar eru […]
Orka náttúrunnar tilnefnd sem besta græna vörumerkið
Orka náttúrunnar er tilnefnd til alþjóðlegu CHARGE vörumerkjaverðlaunanna sem besta vörumerkið í flokki grænnar orku. ON er eina íslenska fyrirtækið sem tilnefnt er í flokknum og keppir þar við fjögur erlend vörumerki. Besta vörumerkið að mati fjölmennrar alþjóðlegrar dómnefndar verður útnefnt 10. október næstkomandi. Orka náttúrunnar hefur vakið athygli fyrir uppbyggingu innviða fyrir rafbíla og […]
Berglind stýrir fyrirtækjamarkaði ON
Berglind Rán Ólafsdóttir hefur tekið til starfa sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaðar Orku náttúrunnar. Berglind tekur við nýrri einingu í skipuriti ON. Sala raforku og þjónusta við þau fjölmörgu fyrirtæki um land allt sem eru í viðskiptum við ON eru hluti af starfsemi fyrirtækjamarkaðar. Á verksviði fyrirtækjamarkaðar er einnig viðskiptaþróun tengd auðlindanýtingu ON á háhitasvæðum en fyrirtækið […]