Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun í rekstri hitaveitunnar vegna kuldakastsins sem nú stendur yfir á höfuðborgarsvæðinu. Rennsli í hitaveitukerfi Veitna á höfuðborgarsvæðinu hélt áfram að aukast í nótt eftir metrennsli í gær. Jafnaðarrennslið nemur um 16.400 rúmmetrum þá klukkutíma sem notkunin er mest. Megin skýringin er aukin kynding húsa og varmatap úr þeim vegna kuldans. Spáð […]
Fréttir
Fréttir
Hugmyndasamkeppni um sýningu í Elliðaárstöð
Orkuveita Reykjavíkur efnir í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands til hugmynda-samkeppni um sögu- og tæknisýningu í Elliðaárstöð og nánasta umhverfi. Miðað er við að rafstöðin, stöðvarstjórahús og annar húsakostur fyrirtækisins í dalnum nýtist sem hluti af sýningunni. Elliðaárdalurinn er vagga veitureksturs í Reykjavík og á síðari áratugum eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarbúa. Vatn var fyrst tekið úr […]
Dreifing sólarorkulampa heldur áfram
Í dag, 23. janúar, er degi rafmagnsins fagnað á Norðurlöndunum. Rafmagn er sjálfsagt og aðgengilegt í daglegu lífi okkar Íslendinga, svo það er auðvelt að gleyma því að um það bil 1,3 milljarður manna býr við takmarkað aðgengi að því í heiminum. Í tilefni af degi rafmagnsins hefur Samorku tvö ár í röð staðið […]
Orkustofnun samþykkir kerfisáætlun Landsnets
Orkustofnun hefur samþykkt kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027 og felur samþykkið í sér ígildi leyfis fyrir framkvæmdum á framkvæmdaáætlun flutningsfyrirtækisins. „Samþykki Orkustofnunar á kerfisáætlun 2018-2027 er mikilvægur áfangi í því verkefni sem framundan er í uppbyggingu raforkuinnviða landsins. Með uppbyggingunni verður flutningskerfið betur í stakk búið til að mæta framtíðaráskorunum þar sem verkefnin eru fjölmörg […]
Gleðileg jól
Starfsfólk Samorku óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökkum fyrir gott samstarf á því ári sem er að líða. Skrifstofa Samorku verður lokuð á milli jóla og nýárs en hægt er að ná í starfsfólk í farsíma. Skrifstofan opnar aftur 2. janúar 2019.
Fagsviðsstjóri óskast
FAGSVIÐSSTJÓRI Hefur þú áhuga á: Orkuskiptum? Umhverfismálum? Traustum innviðum? Snjallvæðingu? Samorka óskar eftir að ráða drífandi einstakling sem býr yfir miklu frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna mikilvægum og spennandi verkefnum í heimi orku- og veitumála. Um er að ræða skemmtilegt starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á að leiða faglegt starf samtakanna, […]
Óskað eftir erindum á NORDIWA 2019
Óskað er eftir tillögum að erindum fyrir norrænu fráveituráðstefnuna 2019, NORDIWA. Ráðstefnan er stærsti viðburður í fráveitumálum á Norðurlöndum og að þessu sinni haldin í Helsinki í Finnlandi dagana 23. – 25. september 2019. Á ráðstefnunni koma saman helstu sérfræðingar Norðurlandanna í fráveitumálum; framkvæmdastjórar, framkvæmdaaðilar, skipulagssérfræðingar, rannsakendur, verkfræðingar, ráðgjafar og fleiri sem áhuga og þekkingu […]
Lægsta hlutfall neysluútgjalda til orku- og veituþjónustu á Íslandi
Orku- og veituþjónusta, eða heitt vatn, kalt vatn, rafmagn og fráveita, þykir nauðsynleg þjónusta á hverju heimili. Afar mismunandi er hversu mikið þarf að greiða fyrir þessa þjónustu í nágrannalöndum Íslands og hversu hátt hlutfall það er af neysluútgjöldum. Íslensk heimili greiða langlægsta hlutfall neysluútgjalda á Norðurlöndunum fyrir orku- og veituþjónustu. Heimili í Danmörku greiðir […]
Rafmagn til gagnavers á Blönduósi
ON og gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere Borealis hafa gert með sér samning um rafmagnsviðskipti vegna uppbyggingar á gagnaverum á Blönduósi og á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er annað gagnaverið sem Orka náttúrunnar semur við og með samningnum við ON hefur fyrirtækið tryggt sér yfir 10 megavött sem eru að losna úr langtímasamningum. Etix Everywhere Borealis hefur rekið gagnaver […]
Landsnet hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC
Landsnet hlaut í dag gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC. Úttektin segir til um kynbundinn launamun innan fyrirtækisins að teknu tilliti til áhrifaþátta á laun. Gullmerkið hljóta þau fyrirtæki sem eru með minni óútskýrðan launamun en 3,5% en úttektin sýnir 2,8% launamun hjá Landsneti. Gullmerkið hvatning til að gera enn betur Jafnlaunaúttektin er liður í innleiðingu á jafnlaunakerfi […]