fbpx

Fréttir

Sumarlokun skrifstofu Samorku

Skrifstofa Samorku verður lokuð frá 22. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi vegna sumarlokunar Húss atvinnulífsins. Hægt er að ná í einstaka starfsfólk ef þarf með því að hringja og senda tölvupóst.  Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst.  Starfsfólk Samorku óskar öllum gleðilegs sumars. 

Gestur Pétursson ráðinn framkvæmdastjóri Veitna

Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það skýrist á næstunni hvenær Gestur hefur störf. Gestur var framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland frá því í árslok 2010 og forstjóri fyrirtækisins síðustu liðlega fimm árin. Í störfum sínum […]

Ingvar Freyr ráðinn hagfræðingur Samorku

Ingvar Freyr Ingvarsson hefur verið ráðinn í starf hagfræðings hjá Samorku. Ingvar lauk M.Sc. gráðu í hagfræði með áherslu á orku- og loftslagshagfræði frá norska umhverfis – og lífvísindaháskólanum (Norges miljø- og biovitenskapelige unversitet (NMBU)) í september 2016, kennsluréttindum frá HÍ árið 2012 og B.S. gráðu í hagfræði frá sama skóla árið 2011. Samhliða námi […]

Gyða Mjöll ráðin til Samorku

Gyða Mjöll Ingólfsdóttir hefur verið ráðin fagsviðsstjóri hjá Samorku. Gyða er með M.Sc. í umhverfisverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet í Kaupmannahöfn þar sem sérsvið hennar voru vatns- og fráveitur. Áður starfaði hún hjá verkfræðistofunni EFLU sem verkefnastjóri á Umhverfissviði. Gyða Mjöll kom til starfa hjá Samorku í maí.

Lið RARIK Fagmeistari Samorku 2019

Það var lið RARIK sem stóð uppi sem sigurvegari í Fagkeppni Samorku eftir æsispennandi keppni á milli níu liða! Framkvæmda- og tæknidagurinn er fyrsti dagur fagþings rafmagns sem haldið var í Reykjanesbæ dagana 22. – 24. maí. Dagurinn er sérstaklega ætlaður fagfólki í framkvæmdum.  Eftir fyrirlestra um tækniþróun, öryggismál og fleira var keppt í ýmsum […]

Fjármagnskostnaður taki bæði til lánsfjár og bundins eigin fjár

Þann 15. mars s.l. kvað Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið upp úrskurð um að álagning Veitna ohf. á vatnsgjaldi væri ólögmæt. Ágreiningsefnið í málinu er fyrst og fremst um það hvaða felst í hugtakinu fjármagnskostnaður samkvæmt 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Lögin sjálf skilgreina hugtakið ekki, en hins vegar er almennur skilningur sá að fjármagnskostnaður taki […]

Þriðji orkupakkinn: Umsögn Samorku

Samorka styður innleiðingu þriðja orkupakkans og hefur skilað inn umsögn um hann og tengda löggjöf. Helstu punktar í umsögninni: • Markmið Evrópusambandsins um aðskilnað milli samkeppinisþátta og sérleyfisþátta, aukið orkuöryggi, betri nýtingu framleiðsluþátta og flutnings- og dreifikerfa hafa náðst, sem og að aukin samkeppni skili neytendum lægra verði. • Hvatar, eins og heimild til útgáfu […]

Fagstjóri greininga óskast

Samorka óskar eftir að ráða hagfræðing eða einstakling með aðra viðeigandi menntun, s.s. viðskiptafræði eða verkfræði, til að sinna mikilvægum og spennandi verkefnum á sviði greininga. Um er að ræða skemmtilegt starf fyrir einstakling sem hefur áhuga og getu til að safna saman og greina hagtölur og ýmsar áhugaverðar upplýsingar sem varða orku- og veitustarfsemi […]

OR, Veitur og Reykjavíkurborg byggja upp innviði fyrir rafbílaeigendur

Flokkað í

Í dag var undirritað samkomulag milli Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um stórfellda uppbyggingu innviða í borginni fyrir rafbílaeigendur. Verkefnin, sem byrjað verður á nú í ár og stendur í þrjú ár, felur í sér að komið verður upp hleðslum fyrir rafbíla við 30 starfsstöðvar Reykjavíkurborgar, 20 hleðslur á ári næstu þrjú árin verða settar […]

Samorka styður frumvarp um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna fráveituframkvæmda

Á aðalfundi Samorku þann 6. mars 2019 var eftirfarandi ályktun um fráveitumál samþykkt: Samorka hvetur til þess að ríkið stuðli að uppbyggingu hreinsimannvirkja og úrbótum í fráveitumálum þar sem þörf er á með því að taka upp endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna fráveituframkvæmda. Mikið hefur áunnist á síðustu áratugum í uppbyggingu fráveitna og urðu framfarir mestar […]

Ertu að leita að þessu?