„Tilgangslaus umræða um umhverfisvernd“

Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, hefur lengi fylgst náið með umræðum um loftslagsmál, haldið um þau fjölþjóðlegar ráðstefnur o.fl., einkum í tengslum við verkefni sitt Earth 101. Í málstofu Samorku á umhverfisdegi atvinnulífsins fjallaði Guðni um hlýnun jarðar, súrnun sjávar, stóraukna orkunotkun mannkyns sem er langmest í formi jarðefnaeldsneyta, alltof hægt vaxandi hlut endurnýjanlegra orkugjafa o.fl. Guðni dró upp dökka mynd af stöðu og horfum í loftslagsmálum og mögulegum áhrifum yfirvofandi loftslagsbreytinga á líf jarðar.

Orkan og umhverfisumræðan
Þá fjallaði Guðni um hinu íslensku umhverfisverndarumræðu og hlutverk atvinnulífsins, ekki síst orkufyrirtækjanna. Guðni sagði íslenska umhverfisverndarumræðu hafa skilað mörgu jákvæðu í gegnum tíðina. Hins vegar væri stóra verkefnið á sviði umhverfisverndar augljóslega á vettvangi loftslagsmálanna. Guðni sagði íslenska umhverfisverndarumræðu iðulega skauta framhjá loftslagsmálunum. Sem slík væri hún því í raun tilgangslaus.

Guðni nefndi að margir talsmenn umhverfisverndar á Íslandi legðust gegn uppbyggingu orkuvera og orkukrefjandi iðnaðar. Hins vegar týndu sumir þeirra til ferðaþjónustuna sem einhvers konar valkost í staðinn, til tekjuöflunar fyrir íslenskt samfélag. Þessi umræða skautaði hins vegar framhjá losun koltvísýrings frá farþegaflugi og öðrum samgöngum og færði þannig ábyrgðina einfaldlega út í heim, náttúruverndarbaráttan þar yrði að takast á við stóra verkefnið – loftslagsmálin.

Verkefni Íslands og orkufyrirtækjanna
Loks hvatti Guðni íslensk orkufyrirtæki til að setja sér skýra stefnu, manifesto, um það hvers kyns atvinnulíf þyrfti til að hér yrðu reistar frekari virkjanir. Ísland ætti að senda þau skilaboð að hingað gæti græn atvinnustarfsemi sem lítið eða ekkert losaði af gróðurhúsalofttegundum leitað til að fá aðgang að grænni orku. Guðni sagði Ísland vera of lítið til að geta breytt heiminum, en við gætum hins vegar sent út skýr og táknræn skilaboð sem mögulega hefðu jákvæð áhrif víða, og jafnvel laðað hingað í kjölfarið allt öðru vísi og hugsanlega verðmætari fjárfesta en við værum að gera í dag.

Erindi Guðna Elíssonar, síðari hluti Erindi Guðna Elíssonar, fyrri hluti (PDF 20 MB)

Erindi Guðna Elíssonar, síðari hluti (PDF 21 MB)

Umhverfisdagur atvinnulífsins og málstofa Samorku 30. september

Samtök atvinnulífsins, Samorka og önnur aðildarfélög SA standa fyrir umhverfisdegi atvinnulífsins á Hilton Nordica miðvikudaginn 30. september. Í sameiginlegri dagskrá verður m.a. fjallað um ábyrga nýtingu auðlinda og um Auðlindagarðinn á Suðurnesjum, auk þess sem veitt verða umhverfisverðlaun atvinnulífsins.

Í málstofu Samorku fjallar Guðni Elísson prófessor um umhverfissýn á tímum loftslagsbreytinga, Eðvald Sveinn Valgarðsson gæðastjóri Kjarnafæðis um veituþjónustu og matvælaframleiðslu og Raghneiður Ólafsdóttir umhverfisstjóri Landsvirkjunar um mat á sjálfbærni.

Sjá nánar um dagskrá á vef Samtaka atvinnulífsins.

Vísindaferð VAFRÍ 8. október – Vatns- og fráveitumál á Þingvöllum

Haustviðburður VAFRÍ – Vatns- og fráveitufélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 8. október næstkomandi. Í ár verða Þingvellir heimsóttir og verður boðið upp á fræðslu um aðgerðir og áskoranir sem tengjast vatns- og fráveitum á svæðinu. Nánari upplýsingar um dagskrá ferðarinnar og skráningu má sjá hér að neðan:

Drög að dagskrá:

  • 12:30 – Rúta leggur af stað frá bílaplani Orkuveitu Reykjavíkur
  • 13:30-15:00 – Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, kynnir vatns- og fráveitur innan þjóðgarðsins og sumarbústaðasvæðisins í landi Kárastaða
  • Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR, segir frá vatnsverndarmálum við Nesjavelli
  • Stefnt er á að skoða fráveitumál við ION hótel
  • Stefnt er að því að vera komin til baka á bílaplan Orkuveitu Reykjavíkur fyrir kl. 18

Skráning er í ferðina á vefslóðinni https://ugla.hi.is/K2/eydublad.php?sid=135&fid=7348 

Er ávinningur af raforkustreng til Bretlands? – Fundur 22. september

Þriðjudaginn 22. september býður bresk-íslenska viðskiptaráðið til opins fundar um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands undir yfirskriftinni Interconnecting Interests. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og hann munu m.a. ávarpa Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og fulltrúar Greenpeace í Bretlandi og orkufyrirtækjanna PowerBridge og National Grid.

Sjá nánar um fundinn og skráningu hér.

Námskeið: Blágrænar ofanvatnslausnir í byggð – Frá hugmynd að veruleika

Þann 2. október næstkomandi verður haldið á vegum Endurmenntunar HÍ námskeiðið: Blágrænar ofanvatnslausnir í byggð – Frá hugmynd að veruleika.

Námskeiðið mun fjalla um „nýjar leiðir við meðferð ofanvatns sem hafa verið innleiddar víða um heim. Þetta eru svokallaðar blágrænar eða sjálfbærar ofanvatnslausnir. Kostir þeirra eru öruggara veitukerfi, betra umhverfi í þéttbýli og heilbrigðari og sjálfbærari vatnsbúskapur“.

 

Hvernig mótar orkulandslag umhverfið? – Opinn Fundur Landsvirkjunar og FILA

Stórum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilegt rask þar sem sjónræn áhrif geta orðið umtalsverð. Landsvirkjun býður í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta til opins fundar fimmtudaginn 3. september kl. 13:30 á Hilton Reykjavík Nordica, þar sem fjallað verður um hvernig skapa má jafnvægi milli landslags, landmótunar og orkunýtingar.

Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.

Samorka heldur 10. Norrænu drykkjarvatnsráðstefnuna 28.-30. september 2016

Samorka mun á næsta ári, í samstarfi við norræn samtök vatnsveitna, halda á Íslandi 10. Norrænu drykkjarvatnsráðstefnuna (e. Nordic Drinking Water Conference).

Ráðstefnan verður haldin dagana 28.-30. september 2016 í salnum Silfurbergi í Hörpu. Aðildarfélagar í Samorku og almennt sérfræðingar á sviði vatnsveitna eru hvattir til að taka dagana frá og skoða hvort að mögulega hafi þeir áhugaverð verkefni, rannsóknir og fleira, sem þeir hefðu áhuga á að kynna á ráðstefnunni.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna verða kynntar seinna í haust.

Tenging yfir hálendið besti valkosturinn

Tenging yfir hálendið með öflugum flutningslínum til norðurs og austurs er besti valkosturinn til að byggja upp meginflutningskerfi raforku á Íslandi til framtíðar, með stöðugleika að leiðarljósi. Þetta er niðurstaða nýrrar kerfisáætlunar Landsnets.

Frestur til að gera athugasemdir við áætlunina og umhverfisskýrslu hennar er til 1. september 2015.

Sjá nánar hér á vef Landsnets.