Fundur Landsvirkjunar um vatnsaflsvirkjanir og fiskistofna, Grand Hótel 20. janúar

Áhrif vatnsaflsvirkjana á fiskistofna verða til umfjöllunar á morgunverðarfundi Landsvirkjunar, í samstarfi við Veiðimálastofnun, miðvikudaginn 20. janúar á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 8:30 og þar verða kynntar rannsóknir Veiðimálastofnunar og rætt um lærdóma sem draga má af reynslunni.

Sjá nánar á vef Landvirkjunar.

Kynning á viðtakarannsóknum fráveitu

Mánudaginn 23. nóvember kl.12:30 er haldinn áhugaverður hádegisfundur í Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem Guðjón Atli Auðunsson efnafræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun kynna niðurstöður rannsókna sinna á viðtaka fráveitu.

Rannsóknir hafa verið gerðar á viðtaka fráveitu frá því áður en hreinsistöðvarnar í Ánanaustum og Klettagörðum voru teknar í notkun og síðan með nokkurra ára millibili, skv. starfsleyfi. Niðurstöður síðustu rannsókna voru gefnar út í skýrslu nú í vor og þær sýna að losun skólps hefur lítil sem engin áhrif á gæði sjávar, hegðun og samsetningu sets og á lífríkið í kringum útrásarendana. Skýrsluna má finna á vef Orkuveitu Reykjavíkur.

Tækifæri í nýsköpun í orkuiðnaði – fundur Landsvirkjunar

Landsvirkjun boðar til fundar um tækifæri í nýsköpun í orkuiðnaði fyrir íslensk fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Sérþekking á orkumálum hér á landi er nú með því mesta sem þekkist í heiminum og sífellt koma fram nýir aðilar sem byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem safnast hefur á liðnum áratugum. Fundurinn verður haldinn miðvikudagsmorguninn 21. október á Hótel Natura.

Sjá dagskrá og skráningu hér á vef Landsvirkjunar.

Áttin – sameiginleg gátt starfsmenntasjóða, morgunverðarfundur

Þriðjudaginn 20. október verður haldinn morgunverðarfundur í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, þar sem fjallað verður um sameiginlega gátt starfsmenntasjóða – Áttina. Um er að ræða hluta fundaraðar SA og aðildarfélaga um menntun og mannauð en á fundi þann 17. nóvember verður fjallað um mannauð og framleiðni.

Nánar á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins.

Hvernig tryggjum við orkuöryggi til framtíðar? Ráðstefna í HR 15. október

Fimmtudaginn 15. október efnir Háskólinn í Reykjavík til ráðstefnu um orkuöryggi á Íslandi í alþjóðlegu samhengi. Forseti Íslands opnar ráðstefnuna en fyrirlesarar koma frá MIT, Harvard og Tufts háskólunum, Brookings stofnuninni í Bandaríkjunum, Háskólanum í Reykjavík, Landsvirkjun og Landsneti.

Sjá nánar á vef Háskólans í Reykjavík.