Norræna fráveituráðstefnan, NORDIWA, verður haldin í Gautaborg í Svíþjóð dagana 28. – 30. september 2021. Þar koma saman helstu sérfræðingar Norðurlandanna í fráveitumálum; stjórnendur, rekstraraðilar, framkvæmdaaðilar, sérfræðingar í skipulagsmálum, rannsakendur, verkfræðingar, ráðgjafar og fleiri sem áhuga og þekkingu hafa á málaflokknum sem og aðlögun að loftslagsbreytingum.
Kallað verður eftir erindum á ráðstefnuna í byrjun október 2020 og frestur til að skila inn tillögum að erindum er 15. janúar 2021.
Dagskrá og frekari upplýsingar munu birtast á heimasíðu ráðstefnunnar.