Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Orkuklasinn, í samstarfi við Varmalausnir og ElectraTherm boða til kynningarfundar í húsakynnum Samorku. Umræðuefni fundarins er lágsuðurvélar og smávirkjanir. Áhugi á slíkum lausnum hefur farið vaxandi undarfarin ár á Íslandi. Fundinum er ætlað að varpa ljósi á þessa tækni, lýsa þróun hennar og ræða tækifæri í nýtingu slíkra lausna hér innanlands. Lágsuðuvélar – smávirkjanir
Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 35, fimmtudaginn 13. september 2018, kl. 10:00 -11:30
Varmalausnir og ElectraTherm munu leiða umræðuna. ElectraTherm hefur mikla reynslu af lágsuðuvélum en samtals hafa vélar þeirra keyrt í um milljón klukkutíma, sem samsvarar rúmlega 100 árum. Farið verður yfir verkefni þeirra í jarðhitaverkefnum í m.a. Japan, Bandaríkjunum og Rúmeníu. Varmalausnir hafa verið í örum vexti en eitt stærsta verkefni sem þeir hafa komið að er uppsetning á fjórum varmadælum, samtals 10.4 MW í Vestmannaeyjum.
Opnunarávarp
Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Kynning á Orkuklasanum og Iceland Geothermal
Viðar Helgason, framkvæmdarstjóri Orkuklasans
Kynning á lágsuðutækni – Virkni, helstu einingum vélar, vinnslumiðlar og dæmi um notkun
Ragnar Ásmundsson, Varmalausnir
Rob Emrich, Senior Vice President Sales at ElectraTherm
Lýsing á uppsettum lágsuðuvélum frá ElectraTherm og reynslu þeirra á jarðhitasvæðum
Rob Emrich, Senior Vice President Sales at ElectraTherm
Markaðsstærð lágsuðuvéla á Íslandi – Möguleikar jarðhitasvæðanna til raforkuframleiðslu með
lágsuðuvélum
Ragnar Ásmundsson, Varmalausnir
Vélastærðir og verðdæmi (Lágsuðuvélar með uppsettu afli á bilinu 35 til 110 kW)
Rob Emrich, Senior Vice President Sales at ElectraTherm
Umræður
Ragnar Ásmundsson, Varmalausnir
Rob Emrich, Senior Vice President Sales at ElectraTherm
Fundarstjórn: Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Tungumál er ýmist íslenska eða enska. Húsið lokar klukkan 12:00.