Vetrarfundur JHFÍ verður haldinn á Reykjavík Natura hótel þriðjudaginn 5. desember. Fundurinn hefst kl. 8.30 og stendur til 10.00, en frá kl. 8 verður boðið upp á morgunhressingu.
Dagskrá:
Möguleikar örvaðra jarðhitakerfa til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu – Susan Petty – CTO & Stofnandi AltaRock Energy
Skuldbindingar Íslands í loftlagsmálum – Helga Barðadóttir, sérfræðingur á skrifstofu hafs, vatns og loftslags hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Pallborðsumræður
Auk fyrirlesara tekur þátt Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda hjá Orku náttúrunnar
Fundarstjóri er Bjarni Richter, jarðfræðingur og sviðstjóri háhita hjá ÍSOR