Við höldum áfram að kynna starfsemi ráða og hópa hjá Samorku eftir vel heppnaðan fund á síðasta ári.
Dagskrá:
Helgi Jóhannesson, formaður stjórnar Samorku, ávarpar fundargesti.
Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, Samorku, tekur við fundarstjórn og segir nokkur orð.
Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, ávarpar fundinn.
Þá verða eftirfarandi hópar með stutt erindi:
- Umhverfisráð: Steinunn Huld Atladóttir
- Fjármálastjórahópur: Guðlaug Sigurðardóttir
- Orkustefnuhópur: Einar S. Einarsson
- Vinnuhópur um úrbætur á regluverki framkvæmda: Jóna Bjarnadóttir
- Miðhálendishópur: Baldur Dýrfjörð
- Orkuskiptahópur: Kjartan Rolf Árnason
- Rafveitufagráð: Helga Jóhannsdóttir
Við gerum ráð fyrir að heyra meira um markmið orku- og veitugeirans um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040, hvað hefur gerst í orkustefnumálum frá því síðast, við heyrum bráðabirgðaniðurstöður úr hleðslurannsókn Samorku og margt fleira spennandi.
Að lokum ætlar dr. Snjólaug Ólafsdóttir, umhverfisverkfræðingur og markþjálfi, að flytja okkur Jólahugvekju, fyrirlestur um hvernig má undirbúa og njóta jólanna án loftslagskvíða og neysluskammar. Aldeilis við hæfi þegar aðventan er framundan.
Þegar dagskrá lýkur ætlum við að færa okkur yfir á Vox Club í notalegra umhverfi, gæða okkur á jólapinnamat og eiga vonandi gott spjall áfram.
Verð á fundinn: 6.500 kr.
Fundurinn er eingöngu ætlaður starfsfólki aðildarfélaga Samorku.
Vinsamlegast skráið ykkur til leiks í formið hér fyrir neðan.