26. aðalfundur Samorku verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í Hyl (fundarsal á fyrstu hæð) og í fjarfundi miðvikudaginn 10. mars 2021.

Fundurinn hefst kl. 11:00, en skráning hefst kl. 10:30.

Hægt verður að vera þátttakandi í aðalfundinum með því að mæta á staðinn eða með því að mæta í fjarfundi (sjá leiðbeiningar í tölvupósti). Sé þátttaka í fjarfundi vinsamlega sendið umboð í PDF á netfangið baldur@samorka.is fyrir fundinn.

Ef tengill hefur ekki borist í tölvupósti má óska eftir honum hjá Lovísu Árnadóttur, lovisa@samorka.is.

Mæting á staðinn og þá eftir atvikum fjöldi þeirra sem getur mætt, ræðst af þeim reglum sem þá munu gilda um samkomutakmarkanir.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á aðalfundinum með því að skrá ykkur hér fyrir neðan eigi síðar en þriðjudaginn 9. mars og hakið í ef þið hyggist vera í fjarfundi.

10:30   Skráning

11:00  Aðalfundarstörf

 

Setning:  Helgi Jóhannesson, formaður Samorku

 

Dagskrá aðalfundar skv. lögum Samorku :

  1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Ársreikningur ásamt skýrslu endurskoðanda
  4. Fjárhagsáætlun
  5. Tillögur um lagabreytingar(sjá meðfylgjandi)
  6. Tillögur kjörnefndar
  7. Kjör stjórnar, stjórnarformanns og endurskoðanda
  8. Kjör í kjörnefnd
  9. Önnur mál

    Ég vil vera á fjarfundi