fbpx

Fréttir

Veitustjórafundur Samorku

Veitustjórafundur Samorku var haldinn föstudaginn 10. des. sl. á Grand Hótel í Reykjavík. Þar var fjallað um skipulagsmál Samorku í ljósi nýrra raforkulaga, lög og reglugerðir og helstu verkefni framundan. Meðfylgjandi er efni frá fundinum.

Orkan okkar – heimili morgundagsins

Tæknidagar TFÍ og VFÍ 2004 eru haldnir í Vetrargarði Smáralindar dagana 28. október til 2. nóvember n.k. Tæknidagarnir eru helgaðir aldarafmæli rafvæðingar á Íslandi undir yfirskriftinni: Orkan okkar – heimili morgundagsins. Ráðstefna verður haldin tvo fyrstu dagana og sýning á tæknivæddu heimili framtíðarinnar verður alla dagana.

Fundur um heilnæmt neysluvatn

150 ára ártíð Baráttu John Snow fyrir heilnæmu drykkjarvatni fyrir 150 árum var haldin hátíðlega á Íslandi af Samorku og Samtökum John Snow á Íslandi nú nýverið með hádegisverðarfundi á Grand Hótel í Reykjavík. Þar voru flutt tvö erindi. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir ræddi um sýkingar sem berast með vatni og María J. Gunnarsdóttir sagði frá John Snow og baráttu hans. Fundarstjóri var Freysteinn Sigurðsson. Þátttakendur voru 35 talsins, vatnsveitumenn, heilbrigðisfulltrúar og sérfræðingar af Umhverfisstofnun og frá sýkingvarnardeild Landspítalans og Landlæknisembættinu.

Ertu að leita að þessu?