Aðalfundur Samorku 2005 var haldinn á Selfossi 11. mars s.l.
Fréttir
Fréttir
Orkuþing skóla
Í tilefni af Orkuþingi skóla hefur verið opnaður nýr og fróðlegur orkuvefur.
Veitustjórafundur Samorku
Veitustjórafundur Samorku var haldinn föstudaginn 10. des. sl. á Grand Hótel í Reykjavík. Þar var fjallað um skipulagsmál Samorku í ljósi nýrra raforkulaga, lög og reglugerðir og helstu verkefni framundan. Meðfylgjandi er efni frá fundinum.
Rafmagn á Íslandi í 100 ár
Á árinu 2004 voru liðin 100 ár frá því að Lækurinn í Hafnarfirði var virkjaður og rafmagni veitt í nærliggjandi hús. Þessi atburður er talinn marka upphaf rafvæðingar í landinu.
Orkan okkar – heimili morgundagsins
Tæknidagar TFÍ og VFÍ 2004 eru haldnir í Vetrargarði Smáralindar dagana 28. október til 2. nóvember n.k. Tæknidagarnir eru helgaðir aldarafmæli rafvæðingar á Íslandi undir yfirskriftinni: Orkan okkar – heimili morgundagsins. Ráðstefna verður haldin tvo fyrstu dagana og sýning á tæknivæddu heimili framtíðarinnar verður alla dagana.
Fundur um heilnæmt neysluvatn
150 ára ártíð Baráttu John Snow fyrir heilnæmu drykkjarvatni fyrir 150 árum var haldin hátíðlega á Íslandi af Samorku og Samtökum John Snow á Íslandi nú nýverið með hádegisverðarfundi á Grand Hótel í Reykjavík. Þar voru flutt tvö erindi. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir ræddi um sýkingar sem berast með vatni og María J. Gunnarsdóttir sagði frá John Snow og baráttu hans. Fundarstjóri var Freysteinn Sigurðsson. Þátttakendur voru 35 talsins, vatnsveitumenn, heilbrigðisfulltrúar og sérfræðingar af Umhverfisstofnun og frá sýkingvarnardeild Landspítalans og Landlæknisembættinu.
Verkstjórnarnámskeið 4.- og 5. okt.
Verkstjórnarnámskeið var haldið á Hótel Glym í Hvalfirði 4.- og 5.- okt.
Áherslur var lögð á heimlagnir, öryggismál og mannleg samskipti.
Samkomulag um mat á verðmæti flutningsvirkja
Nefnd eigenda flutningsvirkja, sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði þann 4. júní s.l. hefur lokið störfum.
Fyrrum forsvarsmenn orkuveitna stofna félag.
Þann 20. apríl sl. komu saman í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur menn sem á undanförnum áratugum hafa verið í forustusveitum hinna ýmsu orkuveitna landsins.
Íslendingar taka að sér rekstur skrifstofu Alþjóðajarðhitasambandsins
Íslendingar taka að sér rekstur skrifstofu Alþjóðajarðhitasambandsins (International Geothermal Association, IGA) í fimm ár, frá 1. sept 2004. Samorka, samtök orkufyrirtækja á Íslandi, ásamt stjórnvöldum standa að flutningi og rekstri skrifstofunnar. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar.