fbpx

Fréttir

Umhverfiskostnaður

Orkustofnun stóð fyrir ráðstefnu 27. okt. sl. um umhverfiskostnað og hvernig hann skuli metinn. Þar kom margt fróðlegt fram og flutt voru áhugaverð erindi. Á Íslandi var mikil fátækt ekki fyrir svo löngu síðan en það að við séum nú með ríkustu þjóðum má að miklu leyti þakka skynsamlegri nýtingu auðlinda. Það er bjart framundan ef litið er til hagvaxtar. Nú er það frekar mannauðurinn sem við horfum til og erum ekki lengur eingöngu háð því að nýta auðlindir landsins og getum leyft okkur að sinna umhverfisvernd.

Hreinn ávinningur af umhverfisstjórnun

Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands, Umhverfisfræðsluráð og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir ráðstefnu um umhverfisstjórnun 28. sept. Þar var fjallað um hin ýmsu umhverfisstjórnunarkerfi og ávinning af þeim. Fyrirtækin, sem höfðu komið upp slíku kerfi, voru sammála um að það hefði verið fyrirhafnarinnar virði og borgaði sig upp á skömmum tíma. Hagurinn væri bæði fyrirtækjanna og samfélagsins alls. Orkuveita Reykjavíkur verður fyrsta orkufyrirtækið með vottað ISO14001. Ráðstefnan var vel sótt með áhugaverð erindi og umræður.

Ertu að leita að þessu?