Miklar framkvæmdir eru nú í hitaveitumálum í Skagafirði. Skagafjarðarveitur eru að leggja hitaveitu í Akrahrepp og þar bætast við 200 manns sem hafa hitaveitu. Fyrsti bærinn, Mið-Grund, var tengt rétt fyrir jólin. Á myndinni sést Gunnar Björn Rögnvaldsson, verkstjóri Skagafjarðarveitna, skrúfa frá. Veitan hefur nýverið yfirtekið Hitaveitu Hóla og einnig vatnsveituna þar. Og búið er að bora fyrir hitaveitu á Hofsós.
Fréttir
Fréttir
Árið 2006 gengur í garð með opnun raforkumarkaðar
Nú um áramótin opnast raforkumarkaðurinn fyrir alla raforkukaupendur. Í dag 29. des. fór fram opinber kynning stjórnvalda á þessum tímamótum í raforkusögu þjóðarinnar.
ORKUÞING 2006: Samkeppni um einkennismerki þingsins
Framkvæmdahópur um Orkuþing 2006 gengst fyrir samkeppni um einkennismerki fyrir þingið meðal starfsfólks allra þeirra fyrirtækja og stofnana sem koma að undirbúningi þess.
Eldur í húsi Samorku
Í morgun, föstudag 9.des. kom upp eldur í kjallara Suðurlandsbrautar 48, þar sem Samorka er til húsa. Skemmdir eru engar á skrifstofu Samorku, en reykjarþefur er starfsmönnum til ama.
Skrifstofumannanámskeið Samorku
Dagana 1.- og 2. des. fór fram námskeið fyrir skrifstofufólk veitnanna. Námskeiðið var haldið í fundarsal Samorku og var vel sótt. Það hefur komist á sú venja að halda slík námskeið annað hvert ár og njóta þau mikilla vinsælda, jafn vel svo að færri komast að en vilja.
Veitustjórafundurinn 2005
Veitustjórafundurinn 2005 var haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 2. des. og var vel sóttur.
Múlavirkjun á Snæfellsnesi, ný virkjun
24. nóv. var Múlavirkjun á Snæfellsnesi tekin formlega í notkun. Það er Straumfjarðará sem hefur verið virkjuð og gefur 3,2 MW. Virkjunin er hlutafélag þriggja bænda í héraðinu. Þrátt fyrir erfiðan vetur og ýmsar óvæntar tafir tók bygging virkjunarinnar aðeins eitt ár.
Orkuveita Reykjavíkur fyrstir orkufyrirtækja með vottað umhverfisstjórnunarkerfi
Orkuveita Reykjavíkur fékk vottun 18. nóv. sl. á umhverfisstjórnunarkerfinu ISO 14001 og ryðja þar brautina eins og oft áður. Orkuveitan starfar þegar samkvæmt ISO 9001 gæðastaðli og HACCP innra eftirlitskerfi fyrir kalt vatn og var fyrsta vatnsveitan í heiminum sem tók upp slíkt kerfi. Í sumar hlaut Orkuveitan Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins.
Máli um samráð röraframleiðenda í Danmörku lokið með sátt um bætur til fjögurra hitaveitna í Danmörku
Margra ára ferli og þriggja vikna málferlum í Danmörku er nú lokið með samkomulagi milli tveggja röraframleiðenda og fjögurra hitaveitna. Málsaðilar eru röraframleiðendurnir, Alstom Power Flow Systems A/S (áður ABB I.C. Möller A/S) og LR af 1998 A/S (áður Lögstör Rör A/S) og hitaveiturnar í Álaborg, Árósum, Kaupmannahöfn og Óðinsvéum. Samkomulagið hljóðar upp á að fyrirtækin greiða hitaveitunum 150 milljón danskar krónur í bætur.
Flestar bilanir í heimæðum og inntökum
Samorka hélt fund 7. nóv. sl. um bilanaskráningu hitaveitna og vatnsveitna. Á fundinn mættu 17 manns frá 10 veitum. Þar var farið yfir niðurstöður bilanaskráningar hitaveitna fyrir árin 2003 og 2004. Þær niðurstöður voru bornar saman við samantekt fyrir árin 1993-95 og árið 2001. Á fundinum var kynnt þróun á forritinu fyrir vatnsveitur sem Orkuveita Reykjavíkur hefur gert og stendur öðrum veitum í Samorku til boða. Einnig var rætt um frekari stækkun á forritinu þar sem skráðar verða bilanir á fráveitum og öllum viðhaldsverkefnum.