Haldin verður ráðstefna í Reykjavík undir heitinu European Conference on Impacts of Climate Change on Renewable Energy Sources, Eurenew 5. – 9. júní nk.
Fréttir
Fréttir
Seminar on Energy Resources and Energy Production in Iceland
Seminar on Energy Resources and Energy Production in Iceland. Science Museum London: PURE ICELAND March 16, 2006. Click here
Netorka hf hefur tekið í notkun hugbúnaðarkerfi fyrir frjáls viðskipti með raforku
3. apríl tók NetOrka formlega í notkun hugbúnaðarkerfi fyrir frjáls viðskipti með raforku. Fyrirtækið er hlutafélag í eigu raforkufyrirtækjanna og mun annast allar tilkynningar og flutning gagna sem varða hin frjálsu viðskipti sem tekin hafa verið upp á Íslandi.
Góður árangur af jarðhitaleit
Íslenskar orkurannsóknir héldu ársfund sinn fyrir skömmu á Egilsstöðum. Þar var sagt frá starfsemi fyrirtækisins og einnig helstu verkefnum á Austurlandi. Á myndinni er sýnt vatnsból Egilsstaða. Velta ISOR árið 2005 var um 560 milljónir króna og hagnaður ársins var um 14 milljónir. Unnið hefur verið að stefnumótun og greindar framtíðarhorfur og sóknarfæri. Einnig hefur verið gerð starfsmannastefna og jafnréttisáætlun sem nú er unnið eftir. Þetta var velheppnaður fundur og mörg fræðandi erindi flutt. Iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir ávarpaði fundinn.
Samningur milli Lagadeildar Háskóla Íslands og Samorku
Þann 3. mars s.l. var undirritaður samningur milli Lagadeildar Háskóla Íslands og Samorku um stofnun stöðu lektors við kennslu og rannsóknir í auðlindarétti við Lagadeild Háskóla Íslands.
Aðalfundur Samorku 10. mars 2006
Aðalfundur Samorku fyrir árið 2005 var haldinn í stjórnstöð Landsnets við Bústaðaveg 10. mars s.l.
Fuglaflensa í neysluvatni – er ástæða til að hafa áhyggjur?
Ýmsir hafa verið að velta því fyrir sér hvort hætta sé á að fuglaflensa berist með neysluvatni. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu hefur slíkt smit ekki átt sér stað og talið ólíklegt að sú hætta sér fyrir hendi.
Nýtt vatnsból á Flúðum tekið í notkun
Í desember sl. var tekið í notkun nýtt vatnsból fyrir Vatnsveitu Flúða. Vatnsveitan hefur stækkað mikið á undanförnum árum og þjónar nú nær allri sveitinni, gróðurhúsarækt, sveitabýlum og sumarhúsum, alls um 700 manns. Á myndinni sést þegar verið er að fara yfir Litlu Laxá með lögnina. Heildarkostnaður við verkið var 35 Mkr en við það sparast dælukostnaður upp á 2 Mkr þar sem vatnið er sjálfrennandi að Flúðum.
Orkulindin Ísland – Ráðstefna um áliðnaðinn
Ráðstefna um gildi ál- og orkuframleiðslu fór fram 27. jan. 2006 á Hótel Nordica.
Einkennismerki Orkuþings 2006
Framkvæmdanefnd um Orkuþing 2006 hefur valið merki þingsins úr innsendum tillögum í samkeppninni sem fram fór meðal starfsfólks fyrirtækja og stofnana sem standa að þinginu.
Merkið sem varð fyrir valinu og hér birtist hannaði…..