fbpx

Fréttir

ESB: 20% orku verði endurnýjanleg árið 2020

ESB: 20% orku verði endurnýjanleg árið 2020
á Íslandi er hlutfallið rúm 70% og fer vaxandi

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur sett sér markmið um að árið 2020 verði 20% orkunotkunar innan sambandsins fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Árið 1997 setti ESB sér markmið um að árið 2010 yrði þetta hlutfall 12%, en nú mun ljóst að það markmið muni ekki nást. Á Íslandi er þetta sama hlutfall hins vegar rúm 70% og fer vaxandi með tilkomu nýrra gufu- og vatnsaflsvirkjana.

Orkuþing 2006

Orkuþing 2006 stóð dagana 12. og 13. okt.
Hér má lesa þá fyrirlestra sem birtir eru í þingbókinni, ORKUÞING 2006.
Einnig eru allar glærukynningar þingsins aðgengilegar með því að smella á nafn viðkomandi flutningsmanns á dagskrá þingsins hér á heimasíðunni.

Hitaveita í Álaborg og Lögstör heimsótt

Það kostar um 7.320 DKK á ári að hita 150 fermetra einbýlishús með hitaveitu í Álaborg.

Hitaveitufólk heimsótt nýverið Hitaveituna í Álaborg og Lögstör rörafyrirtækið. Hjá Lögstör var haldin sýnikennsla í samsetningu hitaveituröra og fengu þátttakendur að reyna færni sína. Myndin sýnir Guðmund Davíðsson á Egilsstöðum reyna hvað krumpuefnið þolir og aðrir hitaveitumenn horfa á.

Freysteinn fær John Snow verðlaunin

Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur á Orkustofnun var heiðraður á Norræni vatnsveituráðstefnu sem haldin var nýlega á vegum Samorku og systrasamtaka vatnsveitna á Norðurlöndum. Hann fékk hin norrænu John Snow “Pump Handle Award” ársins 2006. Það var Ivar Kalland fulltrúi John Snow Society í Noregi sem afhenti Freysteini verðlaunin.

Öruggt drykkjarvatn – góð mæting á ráðstefnuna

Haldin var áhugaverð ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík 8. – 9. júní á vegum Samorku og systrasamtaka á Norðurlöndum. Efni ráðstefnunnar var um hvernig eigi að tryggja öryggi drykkjarvatns. Fjallað var um vatnsborna faraldra á Norðurlöndum og viðbragðsáætlanir. Fundarbók er fáanleg á Samorku.

Ertu að leita að þessu?