Fimmtudagurinn 22. mars var alþjóðlegur dagur vatnsins. Í ár höfðu Sameinuðu þjóðirnar ákveðið að baráttan gegn vatnsskorti yrði þema dagsins, til samræmis við Þúsaldarmarkmið samtakanna um markvisst alþjóðlegt samstarf til að auka lífsgæði íbúa í verst settu ríkjum heims, meðal annars með auknu aðgengi að hreinu vatni. Samorka stóð af þessu tilefni fyrir ráðstefnu í Orkuveituhúsinu á degi vatnsins í ár, í samstarfi við íslenska aðila í þróunaraðstoð og fleiri. Fjöldi fróðlegra erinda var fluttur á ráðstefnunni og þau má nú nálgast hér á vef Samorku.
Fréttir
Fréttir
Fimm þúsund börn á dag, 54 þúsund milljarðar króna á ári!
Um 18% jarðarbúa hafa ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni og um 41% hefur ekki aðgang að viðunandi frárennslisaðstöðu. Talið er að í heiminum öllum láti fimm þúsund börn lífið á degi hverjum vegna skorts á öruggu neysluvatni. Þetta er kreppa sem áætlað hefur verið að kosti í peningum talið um 54 þúsund milljarðar króna á ári. Þetta er hins vegar kreppa sem hægt er að leysa, sagði María J. Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Samorku, á ráðstefnu samtakanna um Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlegum degi vatnsins.
Samorka styrkir gerð brunna í Afríku – hreint vatn fyrir allt að 4.000 manns
Samorka hefur ákveðið að styrkja vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku um kr. 600.000, eða sem nemur kostnaði við gerð fjögurra brunna sem samtals munu sjá allt að fjögur þúsund manns fyrir aðgangi að hreinu neysluvatni. Styrkurinn var afhentur á ráðstefnu Samorku um Ísland og Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna í vatns- og fráveitumálum, sem haldin var á alþjóðlegum degi vatnsins 22. mars. Það var Eiríkur Bogason framkvæmdastjóri Samorku sem afhenti styrkinn Jónasi Þ. Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar.
Um raforkuverð til stóriðju
Varla líður sá dagur að ekki sé fullyrt í viðtölum og blaðagreinum að íslensk orkufyrirtæki sjái stóriðjufyrirtækjum fyrir raforku á útsöluverði, gjafverði eða einhverju álíka. Iðulega er fullyrt að verðið hér sé með allra lægsta móti í alþjóðlegum samanburði og loks er því gjarnan haldið fram að íslenskur almenningur, fyrirtæki og stofnanir niðurgreiði þetta meinta ódýra rafmagn til stóriðju með hærra raforkuverði en ella. Svo hljóða inngangsorð að Morgunblaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Samorku. Hann segir þennan málflutning ekki standast neina skoðun.
Standast forsendur í sáttmála Framtíðarlandsins?
Það geta væntanlega allir tekið undir með Framtíðarlandinu um að hér skuli byggja upp fjölbreytt og lifandi samfélag þar sem hugvit og sköpunargleði einstaklinga fái að njóta sín. En það stenst enga skoðun að stilla nýtingu endurnýjanlegra orkulinda eða uppbyggingu stóriðju upp sem einhvers konar hindrunum við þessa jákvæðu framtíðarsýn. Nýtingu endurnýjanlegra orkulinda hefur verið lýst sem fyrsta hátækniiðnaðinum hér á landi og íslensk orkuþekking er nú virkjuð um heim allan. Þá verður ekki fallist á þá kenningu að efnahagsþensla undanfarinna ára verði öll rakin til orku- eða áliðnaðar. Loks er Ísland í einstakri stöðu hvað varðar hátt hlutfall endurnýjanlegra orkulinda og Evrópusambandinu fyrirmynd að því leyti, ekki öfugt.
Dagur vatnsins – Þúsaldarmarkmið SÞ, ráðstefna Samorku fimtudaginn 22. mars
Fimmtudagurinn 22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins. Í ár hafa Sameinuðu þjóðirnar ákveðið að baráttan gegn vatnsskorti verði þema dagsins, til samræmis við Þúsaldarmarkmið samtakanna um markvisst alþjóðlegt samstarf til að auka lífsgæði íbúa í verst settu ríkjum heims, meðal annars með auknu aðgengi að hreinu vatni. Samorka mun af þessu tilefni standa fyrir ráðstefnu í Orkuveituhúsinu á degi vatnsins í ár, í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun og félagasamtök sem vinna að þróunaraðstoð í vatnsveitu- og fráveitumálum
Hrein orka, þekkingariðnaður, sparnaður í olíuinnflutningi
Ísland er í einstakri stöðu með 72% hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa. Á heimsvísu er meðaltalið 13% og 6-7% í Evrópusambandinu, en hlýnun lofthjúps jarðar er ekki síst rakin til brennslu jarðefnaeldsneytis á borð við olíu og kol. Virkjun raforku á Íslandi hefur verið lýst sem fyrsta hátækniiðnaðinum hér á landi og í dag er íslensk þekking á sviði nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa virkjuð um heim allan. Þá greiða veitufyrirtæki þriðju hæstu meðallaun á landinu og hitaveitur spara þjóðarbúinu 10 til 20 milljarða króna á ári sem ella færu í olíuinnflutning.
Dagur vatnsins 22. mars nk – ráðstefna Samorku
Fimmtudagurinn 22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins. Í ár hafa Sameinuðu þjóðirnar ákveðið að baráttan gegn vatnsskorti verði þema dagsins, til samræmis við Þúsaldarmarkmið samtakanna um markvisst alþjóðlegt samstarf til að auka lífsgæði íbúa í verst settu ríkjum heims, meðal annars með auknu aðgengi að hreinu vatni. Samorka mun af þessu tilefni standa fyrir ráðstefnu í Orkuveituhúsinu á degi vatnsins í ár, í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun og félagasamtök sem vinna að þróunaraðstoð í vatnsveitu- og fráveitumálum.
Efasemdir um loftslagsmarkmið ESB
Evrópusamtök atvinnulífsins lýsa yfir áhyggjum af því að ekkert liggi fyrir um hvernig eigi að ná háleitum markmiðum Evrópusambandsins á sviði orku- og loftslagsmála og leggja á það áherslu að einhliða aðgerðir af hálfu ESB geti einfaldlega haft þau áhrif að draga úr samkeppnishæfni evrópsks atvinnulífs. ESB hefur sem kunnugt er sett sér markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 20% fyrir árið 2020. Jafnframt hefur ESB sett sér markmið um að fyrir árið 2020 verði hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkunotkun innan sambandsins orðið 20%, en þetta hlutfall er nú um 6-7%. Þess ber að geta að á Íslandi er þetta sama hlutfall nú 72%.
Nýting fallvatna og jarðhita í sátt við umhverfið ráðstefna 1. mars
Fimmtudaginn 1. mars standa VFÍ og TFÍ fyrir ráðstefnu á Grand Hótel um nýtingu fallvatna og jarðhita í sátt við umhverfið. Ráðstefnan er haldin með stuðningi Samorku o.fl., og hana munu meðal annarra ávarpa Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra.