fbpx

Fréttir

Samorkuútboð á ljósaperum

Samorka býður út, fyrir hönd flestra rafveitna í landinu, innkaup á ljósaperum.
Um er að ræða ýmsar gerðir af perum, þó mest perur fyrir götulýsingu. Útboðið fer fram á evrópska efnahagssvæðinu og er útboðslýsingin á ensku.

Nám í rafveituvirkjun

Iðnskólinn í Reykjavík og Samorka hafa gert samkomulag um að í haust fari fram kennsla í rafveituvirkjun. Það er Iðnskólinn sem skipuleggur námið, sér um innritun og ábyrgist að námið sé samkvæmt námsskrá og kröfum. Samorka sér um að útvega kennsluefni og kennara úr sérfræðingahópi raforkufyrirtækjanna.

„Vopnasalar borða líka fisk“ – Fréttablaðsgrein eftir Gústaf Adolf Skúlason

Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, gagnrýnir umræðu um álver og vopnaframleiðslu í grein í Fréttablaðinu. Hann spyr meðal annars: „Ætli sovéskir hershöfðingjar hafi jafnvel sporðrennt íslenskri saltsíld áður en haldið var með skriðdrekana inn í Búdapest eða Prag? Hver er þá samviska fólksins sem saltaði hér síldina niður í tunnur? Hvað ef jafnvel vopnaframleiðendur, til dæmis í Svíþjóð, borða fisk? Getum við þá verið að veiða hann og selja þangað út?“

Íbúafundir og utanaðkomandi aðilar

„Að undanförnu hafa verið haldnir nokkrir íbúafundir um skipulagsmál í sveitarfélögum sem liggja að fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá. Af myndum og fréttum að dæma virðist hins vegar sem háværasta fólkið á þessum fundum séu óvart ekki íbúar viðkomandi sveitarfélaga. Fulltrúar ýmissa samtaka sem kenna sig við náttúruvernd virðast stunda að skipuleggja leiðangra á þessa fundi, leggja þar jafnvel fram ályktanir sínar og hafa sig þar mikið í frammi, enda athygli fjölmiðla tryggð“, segir Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, m.a. í grein í Morgunblaðinu.

Samningur um kaup á ljósastaurum

Á fundi innkaupanefndar Samorku ,var í dag, 28. júní ákveðið að ganga til samninga við Sandblástur og Málmhúðun ehf á Akureyri um innkaup á ljósastaurum fyrir dreifiveitur Samorku.
Myndin er tekin þegar samkomulagið var handsalað.

Evrópa: Miklar áskoranir á sviði raforku

„Öruggt framboð á raforku, samdráttur í losun koltvísýrings og aukin samtvinnun markaða yfir landamæri, samhliða sívaxandi eftirspurn eftir raforku. Þetta eru mikilvæg verkefni sem Evrópuríkin standa frammi fyrir á sviði raforkumála og þetta voru jafnframt helstu umræðuefni ársfundar Eurelectric, Evrópusamtaka rafiðnaðarins, í Antwerpen á dögunum,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, m.a. í grein í Morgunblaðinu. Hann segir mörg Evrópuríki standa þarna frammi fyrir miklum áskorunum, en að þau geti einungis látið sig dreyma um þá sterku stöðu sem við Íslendingar njótum.

Hans ten Berge nýr framkvæmdastjóri Eurelectric

Á ársfundi Eurelectric, Evrópusamtaka rafiðnaðarins, í Antwerpen á dögunum tók Hans ten Berge við starfi framkvæmdastjóra af Paul Bulteel, sem gegnt hafði starfi framkvæmdastjóra í áratug. Rafael Miranda, forseti Eurelectric, bauð ten Berge velkominn á fundinum og óskaði honum velgengni í starfi. Jafnframt þakkaði hann fráfarandi framkvæmdastjóra mikið og gott starf í þágu samtakanna og ekki síst fyrir að hafa tryggt Eurelectric lykilstöðu sem samráðsaðila stofnana Evrópusambandsins á sviði raforkumála.

Trúnaður um raforkuverð til stóriðju

„Þótt orkufyrirtækin séu að mestu í opinberri eigu eru þau engu að síður rekin á samkeppnisgrunni og starfa á samkeppnismarkaði. Stefnan um trúnað í þessu samhengi þjónar best hagsmunum orkufyrirtækja og eigenda þeirra í samningaviðræðum við erlenda raforkukaupendur, þótt draga megi ályktanir um orkuverðið út frá þekktum stærðum“ segir Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, m.a. í grein í Fréttablaðinu um trúnað um raforkuverð til stóriðju. Hann bendir m.a. á að fjölmörg íslensk fyrirtæki eru með raforkusamninga sem trúnaður ríkir um og að arðsemin sé það sem máli skipti fyrir eigendur orkufyrirtækjanna.

Garðar Sigurjónsson rafveitustjóri í Vestmannaeyjum er látinn

Garðar Sigurjónsson, fyrrverandi veitustjóri í Vestmannaeyjum lést 3. júní s.l.
Garðar fæddist í Vestmannaeyjum 22. október 1918.
Garðar tók við starfi rafveitustjóra í Eyjum árið 1946. Þetta var á miklum umbrotatímum hjá rafveitunni, breytingar úr jafnstraum í riðstraum og bygging nýrrar rafstöðvar við Heimatorg stóðu yfir. Garðar var rafveitustjóri í Eyjum á Heimaeyjargosinu 1973. Hann hætti vegna aldurs í byrjun árs 1986.
Eiginkona hans var Ásta Kristinsdóttir, sem lést 29. október s.l. og áttu þau tvö börn.

Ertu að leita að þessu?