Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segir Íslendinga leiðtoga í baráttunni fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda. Íslendingar eigi miklar endurnýjanlegar orkuauðlindir og skilji mikilvægi þess að nota þær.
Fréttir
Fréttir
Leiðari fréttabréfs SA: Hefjum sókn í orkumálum
Komandi vetur verður landsmönnum mjög erfiður efnahagslega og því er brýnt að hefja nú þegar þær aðgerðir sem kveðið er á um í stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins, ríkisvaldsins og sveitarfélaga frá því í sumar… Til að hagvöxtur hefjist á ný liggja fjárfestingar í orkugeiranum og tengdum iðju- og gagnaverum beinast við. Þetta segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, m.a. í leiðara fréttabréfs samtakanna.
Ágæt arðsemi af orkusölu – áherslan fremur á lág verð í veitustarfsemi
Arðsemi af raforkusölu hefur verið ágæt hér á landi, skv. samantekt Melland Partners að beiðni Landsvirkjunar, og ef horft er til arðsemi af rekstri Nesjavallavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur. Meðalarðsemi eigin fjár Landsvirkjunar var 17,2% árin 2003 til 2007, sem er mun hærra en gerist í Bandaríkjunum og Evrópu, ef marka má nýlega áfangaskýrslu Sjónarrandar ehf. fyrir fjármálaráðuneytið. Svipað má segja ef horft er á arðsemi heildarfjármagns Nesjavallavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur, sem er um 14%, en arðsemi bandarískra orkufyrirtækja var á þessum tíma að jafnaði um 10% og evrópskra um 13%. Þá segir HS Orka óhætt að fullyrða að arðsemi fyrirtækisins af orkusölu til stóriðju hafi verið nokkuð meiri en af annarri starfsemi fyrirtækisins og hafi jafnframt verið lykillinn að lágu raforkuverði undanfarinna ára.
Hagfræðistofnun HÍ: Orkuverð til stóriðju í meðallagi hátt hérlendis
Raforkuverð til álvera á Íslandi virðist að jafnaði vera í meðallagi hátt á heimsvísu, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Samorka hefur engar frekari upplýsingar um raforkuverð til stóriðju og getur því ekki staðfest þessa ályktun Hagfræðistofnunar. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á þessari niðurstöðu stofnunarinnar þar sem því er iðulega haldið fram að orkuverð til stóriðju sé með lægsta móti hérlendis. Fyrir liggur á hinn bóginn að raforkuverð til heimila og almenns atvinnurekstrar er mun lægra hérlendis en í samanburðarlöndum.
Nýja Ísland?
Allir hafa þessir fjórir skýrsluhöfundar áður ítrekað dregið sambærilegar ályktanir, í mis ítarlegum skrifum og erindum, og kynntar voru á dögunum í annars lítt frágengnum skýrsludrögum. Frá upphafi lá þar með algerlega ljóst fyrir hverjar þeirra helstu niðurstöður yrðu og því vandséð hví ákveðið var að ráðstafa opinberum fjármunum til þessarar vinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Morgunblaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Samorku, þar sem hann fjallar um mönnun á skýrslugerð um arðsemi orkusölu til stóriðju.
Mat á arðsemi orkusölu til stóriðju
Einkahlutafélagið Sjónarrönd hefur, fyrir hönd fjármálaráðuneytis, sent frá sér skýrslu um arðsemismat á orkusölu til stóriðjufyrirtækja.
Samorka hefur ýmsar athugasemdir við skýrslugerðina.
Nordic Climate Solutions ráðstefna og sölusýning í Kaupmannahöfn 8.-9. september
Dagana 8. og 9. september stendur norræna ráðherranefndin fyrir ráðstefnu og sölusýningu þar sem fjallað verður um markaðslausnir vegna hlýnunar loftslags. Fjallað verður um hlut endurnýjanlegrar orku, orkunýtingu, viðskipti með losunarkvóta, leiðir til að minnka losun í samgöngum og margt fleira, auk þess sem fjöldi fyrirtækja kynnir vörur sínar og þjónustu á þessu sviði.
Enn af rafsegulsviði
Í Bændablaðinu sem út kom 14. maí s.l. er grein um fósturdauða í ám og gemlingum, eftir Gunnar Björnsson bónda og fósturtalningamann í Sandfellshaga í Öxarfirði. Greinin fjallar á greinagóðan hátt um þetta mikla vandamál íslensks sauðfjárbúskapar og er athyglisverð.
Bilanaleitarnámskeið
Bilananaleitarámskeið Samorku var haldið dagana 7. og 8. maí sl. Þátttakendur víðs vegar að af landinu fóru yfir fræðilega þætti og fylgdu því eftir með staðsetningu á leyndum leka.
Svínainflúensa – heimsfaraldur – hópsýking
Fréttir berast nú um hættu á heimsfaraldri vegna inflúensu sem á uppruna sinn í Mexikó. Samorka tók þátt í vinnu við gerð viðbragðsáætlunar vegna hópsýkinga og gaf út skýrslu um málið. Skýrslan var á sínum tíma, send öllum félögum innan Samorku. Hún er birt hér á heimasíðunni.