fbpx

Fréttir

Opnun ljósaperuútboðs Samorku

Þriðjudaginn 19. apríl s.l. voru opnuð tilboð í sameiginleg innkaup dreifiveitna á ljósaperum. Alls bárust átta verðtilboð frá sex bjóðendum. Fyrst og fremst er hér um  að ræða götuljósaperur, en einnig aðrar perugerðir sem veiturnar nota í sínum rekstri , alls um 21700 stk. á ári í þrjú ár. Verðtilboð voru á bilinu 18,9 til 33,2 Mkr. Lægsta […]

Sífellt flóknara starfsumhverfi

Nær stöðugur straumur stjórnarfrumvarpa sem flækja starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja er verulegt áhyggjuefni. Orkunýting og rekstur orku- og veitufyrirtækja verða sífellt flóknari, þyngri í vöfum og kostnaðarsamari. Afleiðingarnar eru meðal annars sífellt lengri framkvæmdatími, sífellt aukin óvissa um afhendingartíma og sífellt aukinn kostnaður – sem aftur leiðir óhjákvæmilega til hærri verða til neytenda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein Gústafs Adolfs Skúlasonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Samorku, í Fréttablaðinu.

Einföldun regluverks, falleinkunn stjórnvalda, skortur á lagaheimildum

Fróðleg erindi voru flutt á vorfundi Jarðhitafélags Íslands, þar sem iðnaðarráðherra boðaði m.a. að einfalda mætti regluverk orkunýtingar, forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar HR benti á skort á lagaheimildum íþyngjandi stjórnvaldsákvarðana og forstjóri HS Orku gaf stefnu stjórnvalda falleinkunn – út frá sjónarmiði orkunýtingar. Sjá nánar á vefsíðu Jarðhitafélagsins.

Stendur jarðhitinn í stjórnkerfinu? Vorfundur Jarðhitafélagsins 12. apríl

Vorfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 12. apríl í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 og hefst kl. 14:00. Yfirskrift fundarins er Stendur jarðhitinn í stjórnkerfinu? Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ávarpar fundinn og erindi flytja þau Kristín Haraldsdóttir forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar HR og Júlíus J. Jónsson forstjóri HS Orku. Gunnar Tryggvason úr stýrihóp um mótun heildstæðrar orkustefnu og Svanfríður Jónasdóttir formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar taka þátt í pallborðsumræðum. Sjá nánar á vefsíðu Jarðhitafélagsins.

Innri raforkumarkaður ESB og Íslands – Opinn fundur 23. mars

Miðvikudaginn 23. mars, kl 12:15, verður haldinn opinn fundur á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um tilskipun 2009/72/EB um sameiginlegar reglur um innri markað ESB fyrir raforku, sem kom til framkvæmda innan ESB nú í byrjun mars. Einnig verður fjallað um samkeppnisreglur ESB og íslenska löggjöf á þessu sviði. Samorka hefur styrkt rannsóknarstöðu við Lagastofnun til að rannsaka raforkulöggjöf ESB og Íslands. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi. Sjá nánar á vefsíðu Lagastofnunar.

Ósanngjarnt ef gerð er krafa um enga arðsemi af þjónustu veitufyrirtækja við önnur sveitarfélög

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður HS Veitna, segir það beinlínis ósanngjarnt ef einhver ætlist til þess að þau sveitarfélög sem hafa sína fjármuni bundna í veiturekstri geri ekki kröfu um eðlilega arðsemi af rekstrinum, þótt þau þjónusti önnur sveitarfélög sem selt hafa sína hluti í veitufyrirtækjunum góðu verði og geta ráðstafað þeim fjármunum í annað eða haft af þeim vaxtatekjur. Hann segir núverandi arðsemiskröfu HS Veitna vera 14,2% á bókfært eigið fé fyrirtækisins. Þetta kom fram í erindi Árna á aðalfundi Samorku.

Ertu að leita að þessu?