Samorka gengst fyrir námskeiði fyrir vatnsveitufólk um innra eftirlit vatnsveitna dagana 29. og 30 október n.k. á Grand Hótel Reykjavík. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Dr. María Jóna Gunnarsdóttir, sérfræðingur í málefnum vatnsveitna og hreinleika neysluvatns.
Fréttir
Fréttir
Alþjóðleg jarðhitaráðstefna í Hörpu 5.-8. mars 2013
Dagana 5.-8. mars 2013 stendur íslenski jarðhitaklasinn fyrir alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Hörpu. Sjá upplýsingar um dagskrá, skráningu o.fl. á vefsíðu ráðstefnunnar.
„Massapóstur“ á þingnefnd
„Þótt einn hópur kjósi að skipuleggja sig með slíkum hætti segir það ekkert um afstöðu alls þorra landsmanna,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, m.a. í grein í Fréttablaðinu þar sem fjallað er um fjöldapóstsendingar á þingnefnd um rammaáætlun. Gústaf bendir m.a. á að mat á umhverfisáhrifum er lýðræðislegt ferli og að aðalskipulag liggi fyrir um suma virkjunarkosti sem engu að síður sé raðað í bið- eða verndarflokk í núverandi tillögu.
María J. Gunnarsdóttir ver doktorsritgerð um öryggi neysluvatns
María J. Gunnarsdóttir − byggingartæknifræðingur, umhverfisfræðingur og fyrrum starfsmaður Samorku − varði á dögunum doktorsritgerð sína í umhverfis- og auðlindafræði, við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Titill ritgerðar Maríu er Öryggi neysluvatns: Reynsla af innra eftirliti vatnsveitna og áhættuþættir mengunar.
Orka og veituþjónusta mun dýrari á hinum Norðurlöndunum
Samanburður á orkuverði og þjónustu veitufyrirtækja í höfuðborgum Norðurlanda leiðir í ljós mikinn mun. Hann er meira en ferfaldur þar sem hann er mestur, það er á milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar. Í öllum tilvikum nema einu er þjónustan útlátaminnst í Reykjavík en minna er greitt fyrir fráveituna í Stokkhólmi en hér. Þetta kemur fram í samantekt Orkuveitu Reykjavíkur.
Mikil vonbrigði með rammaáætlun
Samorka lýsir í umsögn sinni miklum vonbrigðum með tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða – rammaáætlun. Samtökin gera alvarlegar athugasemdir við það vinnulag sem viðhaft hefur verið við gerð tillögunnar, allt frá því að verkefnisstjórnin skilaði sínum faglegu niðurstöðum til ráðherra í júlí 2011. Í kjölfarið tók við tvöfalt ógagnsætt ferli og allar hinar fjölmörgu breytingar frá niðurstöðum verkefnisstjórnar hafa verið í sömu átt, þ.e. í þá átt að draga úr áherslum orkunýtingar. Faglegri vinnu verkefnisstjórnar hefur í raun verið varpað fyrir róða og niðurstaðan verður líklega ekki annað en stefna núverandi stjórnvalda í verndun og nýtingu.
Þjóðhagslegur ávinningur jarðhitanýtingar 55-95 milljarðar á ári
Umfang þjóðhagslegs ávinnings af jarðhitanýtingu er á bilinu 55-95 milljarðar á ári. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Daða Más Kristóferssonar, dósents í auðlindahagfræði við Háskóla Íslands, á vorfundi Jarðhitafélags Íslands sem haldinn var í Arion banka. Á fundinum fjölluðu fulltrúar HS Orku, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og RARIK jafnframt um helstu jarðhitaframkvæmdir á döfinni hjá fyrirtækjunum. Erindi fundarins má nálgast á vef Jarðhitafélagsins.
Ráðstefna 18. apríl: Háspennulínur og jarðstrengir
Rafmagnsverkfræðingadeild Verkfræðingafélags Íslands stendur fyrir ráðstefnu um háspennulínur og jarðstrengi þann 18. apríl klukkan 13:00 á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig, í samstarfi við Samorku o.fl. Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á vef Verkfræðingafélags Íslands.
21 af 40 efstu virkjunarkostunum í bið eða vernd
Þingsályktunartillaga um rammaáætlun hefur verið lögð fram í ríkisstjórn. Skv. fréttatilkynningu hafa þær breytingar orðið frá drögum að tillögunni sem kynnt voru sl. sumar að sex virkjunarkostir til viðbótar hafa nú verið færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. Þessum virkjunarkostum raðaði verkefnisstjórn um gerð rammaáætlunar á bilinu 15-28 af 69 virkjunarkostum, frá sjónarhorni nýtingar, í skýrslu sinni sem skilað var í júní sl. Alls eru 21 af 40 efstu virkjunarkostunum, skv. endanlegri röðun verkefnisstjórnar, settir í biðflokk eða verndarflokk, skv. tillögunni.
Vorfundur Jarðhitafélagsins: Ávinningur og verkefni framundan
Vorfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn í Arion banka þriðjudaginn 17. apríl. Þar mun Daði Már Kristófersson, dósent í auðlindahagfræði við Háskóla Íslands, fjalla um þjóðhagslegan ávinning af jarðhitanýtingu. Þá munu fulltrúar HS Orku, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar fjalla um helstu framkvæmdir á döfinni. Fundurinn hefst kl. 14:00, í húsakynnum Arion banka, Borgartúni 19. Sjá nánar á vefsíðu Jarðhitafélagsins.