fbpx

Fréttir

Útboð á götuljósum

Á skrifstofu Samorku eru nú til afhendingar gögn vegna sameiginlegs útboðs á götuljósum, luktum, fyrir dreifiveitur innan Samorku. Veitur sem um er að ræða eru: HS Veitur hf, Norðurorka hf, Orkubú Vestfjarða ohf, Orkuveita Reykjavíkur og RARIK ohf. Útboðsgögn eru afhend í tölvupósti frá skrifstofu Samorku.

Ekki fagleg rammaáætlun

„Fyrir Alþingi liggur tillaga meirihlutans að rammaáætlun. Því er iðulega haldið fram að hún sé byggð á faglegri vinnu verkefnisstjórnar. Það er afar langsótt túlkun, því segja má að átján orkukostir hafi verið færðir niður í biðflokk eða verndarflokk eftir að verkefnisstjórnin skilaði sinni röðun. Enginn kostur hefur verið færður upp í nýtingarflokk.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í Morgunblaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Samorku, um tillögu til þingsályktunar um rammaáætlun, þar sem hann segir ljóst að engin sátt muni ríkja um þessa tillögu verði hún samþykkt óbreytt.

Mæladagur Samorku 13. nóvember á Grand Hótel

Sérstakur mæladagur Samorku verður haldinn þriðjudaginn 13. nóvember nk., á Grand Hótel Reykjavík. Þar verður kynntur mikill fróðleikur um orku- og vatnsmæla. Framundan eru miklar breytingar á þessari tækni og verður áhersla lögð á að horfa til framtíðar, bæði í fyrirlestrum hinna fróðustu manna og með kynningum nokkurra mælaframleiðslufyrirtækja. Dagskráin er í vinnslu og mun birtast hér innan tíðar.

Ertu að leita að þessu?