RARIK hefur tekið í notkun nýja hitaveitu á Skagaströnd. Heita vatnið kemur frá Reykjum í Húnavatnshreppi. Boruð var ný vinnsluhola til að mæta auknu álagi og stofnpípa til Blönduóss endurnýjuð. Sjá nánar um nýju veituna á vef RARIK.
Fréttir
Fréttir
Fjarðarselsvirkjun 100 ára
Fjarðarselsvirkjun á Seyðisfirði var vígð fyrir 100 árum síðan, 18. október 1913. Hún var fyrsta rafveitan hérlendis með riðstraum. Sjá upplýsingar um sögu Fjarðarselsvirkjunar á vef RARIK.
Samráð og lög um náttúruvernd
„Hið meinta víðtæka samráð sem sagt er hafa verið viðhaft einkenndist allt þetta langa ferli af því sama: Lítið sem ekkert tillit var tekið til ítrekaðra og alvarlegra athugasemda þessara fjölmörgu aðila.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í Fréttablaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samorku, um samráðið við vinnslu frumvarps til nýrra laga um náttúruvernd.
Sæstrengur, stöðuskjal Samorku
Lagning sæstrengs til Evrópu hefur lengi verið til skoðunar á Íslandi. Ljóst er að mikil tækifæri geta falist í lagningu slíks strengs, en áætlað er að nettó útflutningstekjur gætu orðið allt að 76 milljarðar króna á ári. Um leið er ýmsum spurningum ósvarað og enn mikil óvissa um ýmsar forsendur. Samorka hefur tekið saman stutt skjal um stöðu málsins, þar sem finna má aðgengileg svör við ýmsum algengum spurningum um hugsanleg áhrif af lagningu sæstrengs.
Skýrsla GAMMA: Sæstrengur hagkvæmur fyrir íslensk heimili
Íslendingar eru mestu raforkuframleiðendur heims ef miðað er við höfðatölu og hafa álíka hagsmuni af hækkun raforkuverðs og hækkun fiskverðs. Heimilin nýta aðeins 5% raforkunnar, sem unnin er á Íslandi og með tilkomu sæstrengs mun raforkuverð á Íslandi til heimila áfram vera lágt og jafnvel óbreytt frá því dag kjósi stjórnvöld það. Tvöföldun tekna Landsvirkjunar gæti skilað tekjuauka til íslensks samfélags upp á um 40 milljarða á ári, sem jafngildir um það bil árlegu heildarframlagi ríkisins til reksturs á Landspítalanum. Þetta kemur fram í skýrslu sem fjármálafyrirtækið GAMMA vann fyrir Landsvirkjun til að greina áhrif sæstrengs á hag íslenskra heimila.
Ný virkjun í Glerá
Framkvæmdastjóri Fallorku ehf. og bæjarstjórinn á Akureyri hafa undirritað samning um að Fallorka reisi og reki 3,3 MW vatnsaflsvirkjun í Glerá ofan bæjarins. Meginmarkmið með framkvæmdinni er að nýta endurnýjanlega náttúruauðlind til að framleiða raforku á hagstæðu verði fyrir viðskiptavini Fallorku sem eru að stórum hluta Akureyringar, að því er fram kemur í frétt hér á vef Akureyrarbæjar.
Ráðstefna um brennisteinsvetni
Miðvikudaginn 25. september stendur Félag umhverfisfræðinga á Íslandi fyrir ráðstefnu um brennisteinsvetni og áhrif þess á umhverfi, heilsu og hagkerfi. Ráðstefnan verður haldin í Hvammi á Grand Hótel og hefst kl. 12:30. Sjá dagskrána hér á vef Félags umhverfisfræðinga.
Dýrt að fresta uppbyggingu flutningskerfis raforku
Ef ekki verður farið í frekari uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi mun það á næstu árum leiða af sér ýmsa erfiðleika hjá raforkunotendum og kosta þjóðfélagið milli þrjá og tíu milljarða króna á ári – eða á bilinu 36-144 milljarða króna næsta aldarfjórðunginn samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir Landsnet. Sjá nánar á vef Landsnets.
Unnið að hreinsun brennisteinsvetnis
Nú er að hefjast bygging gasskiljustöðvar við Hellisheiðarvirkjun með það hlutverk að hreinsa brennisteinsvetni úr útblæstri virkjunarinnar. Smíðinni á að ljúka í mars 2014 en hún er mikilvægur þáttur í SulFix-verkefni Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjunar og HS Orku. Markmið þess verkefnis er að þróa og byggja hagkvæmar lausnir svo starfsemi jarðgufuvirkjana fyrirtækjanna uppfylli ákvæði reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúmslofti, sem sett var árið 2010. Sjá nánar á vef OR.
Enn af rammaáætlun
Ummæli iðnaðarráðherra um Norðlingaölduveitu hafa kallað fram nokkrar umræður. Meðal annars hefur komið fram að um sé að ræða orkukost sem raðað hafi verið í verndarflokk skv. tillögum sérfræðinga rammaáætlunar. Það er ekki rétt og ástæða til að benda á fáein atriði í þessu sambandi.