fbpx

Fréttir

Búðarhálsstöð gangsett

Búðarhálsstöð, nýjasta aflstöð Íslendinga, hefur verið gangsett. Stöðin er staðsett á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og verður rekin samhliða öðrum aflstöðvum Landsvirkjunar á svæðinu. Uppsett afl hennar er 95 MW og hún framleiðir um 585 GWst af rafmagni á ári inn á orkukerfi landsmanna. Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.

Orka náttúrunnar setur upp tíu hraðhleðslustöðvar

Þriðjudaginn 11. mars mun Orka náttúrunnar taka í notkun fyrstu hraðhleðslustöð fyrir rafbíla hér á landi, við höfuðstöðvar fyrirtækisins að Bæjarhálsi 1. Stöðin er sú fyrsta af tíu sem komið verður upp á næstu mánuðum víðsvegar um sunnan- og vestanvert landið og er átakið unnið í samstarfi við B&L og Nissan í Evrópu. Jafnframt heldur ON málþing í tengslum við opnunina sem hægt er að skrá sig á hér á vef fyrirtækisins.

Framúrskarandi árangur Blöndustöðvar í sjálfbærri nýtingu vatnsafls

Nýleg úttekt á rekstri Blöndustöðvar Landsvirkjunar, sem unnin var samkvæmt alþjóðlegum matslykli um sjálfbærni vatnsaflsvirkjana (Hydropower Sustainability Assessment Protocol), leiddi í ljós að Blöndustöð hefur náð framúrskarandi árangri hvað varðar sjálfbæra nýtingu vatnsafls. Á mörgum sviðum þykja starfsvenjur Blöndustöðvar þær bestu sem fyrirfinnast. Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.

Iðnaðarráðherra fundar með orkumálaráðherra Bretlands

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun í næsta mánuði funda með orkumálaráðherra Bretlands, m.a. til að ræða um hugsanlegan raforkustreng milli Íslands og Bretlands. Þetta kom fram í ávarpi ráðherra á aðalfundi Samorku. Ráðherrann tók undir með ályktun aðalfundar Samorku og sagði mikilvægt að skoða forsendur þessa verkefnis vel og vandlega. Hún sagði vinnu þegar hafna í ráðuneytinu á grundvelli álits ráðgjafarhóps og nefndarálits atvinnuveganefndar Alþingis og tók fram að hún teldi rétt að forræði málsins færðist algerlega til stjórnvalda.

Ertu að leita að þessu?