fbpx

Fréttir

Meirihluta raflína í jörðu, á lágri spennu

Ef horft er samantekið til allra sex dreifiveitna raforku á Íslandi er meirihluti kerfisins á lágri spennu nú þegar í formi jarðstrengja, og nær allar nýframkvæmdir og viðhald á kerfinu er lagt í jarðstrengjum. Ef horft er til kerfisins í heild er hins vegar meirihlutinn í loftlínum, en allur þorri kerfisins á hærri spennu er í loftlínum. Þar skiptir mestu mun hærri kostnaður við jarðstrengi en við loftlínur, auk þess sem strengjunum geta fylgt tæknilegar áskoranir og jafnvel meira umhverfisrask en af loftlínum, á hárri spennu.

Erindi Vorfundar Samorku

Alls tóku hátt í 400 manns þátt í vel heppnuðum Vorfundi Samorku sem haldinn var í Hofi á Akureyri dagana 14.-15. maí. Iðnaðarráðherra ávarpaði fundinn og flutt voru rúmlega 50 erindi um starfsumhverfi og ýmis viðfangsefni orku- og veitufyrirtækja. Samhliða fundinum kynntu jafnframt 22 fyrirtæki vörur sínar og þjónustu. Erindi fundarins má nálgast hér á vef Samorku.

HOF_menningarhús

Raforkuskerðingu aflétt í áföngum

Innrennsli til miðlunarlóna Landsvirkjunar fer nú vaxandi og telur fyrirtækið nú óhætt að hefja á ný afhendingu til þeirra viðskiptavina sem hafa þurft að sæta skertri afhendingu. Þeim er nú heimilt að auka notkun sína á rafmagni sem nemur helmingi þess sem skert var og vonast er til að síðar í maímánuði verði hægt að aflétta skerðingum að fullu. Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.

Hitaveitur spara landsmönnum 112 milljarða á ári, í erlendum gjaldeyri

Ef borið er saman við olíukyndingu spöruðu landsmenn alls um 2.300 milljarða króna (í erlendum gjaldeyri) á árunum 1914 – 2012, núvirt, með notkun jarðhita til húshitunar. Sparnaður ársins 2012 nam 112 milljörðum króna, yfir 6% af landsframleiðslu. Þetta má lesa í ársskýrslu Orkustofnunar fyrir árið 2013 (sjá bls. 13). Hreinna andrúmsloft er síðan mikilvægur bónus í þessu sambandi.

Raforkukerfi í vanda

„Staðan er því þannig að á meðan ekki er mörkuð skýr opinber stefna um jarðstrengi eða loftlínur og að óbreyttu skipulags- og leyfisferli mun flutningskerfi raforku áfram, og í vaxandi mæli, hamla þróun atvinnulífs og byggðar víða um land. Sem dæmi má nefna allan þorra Norður- og Austurlands.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein Gústafs Adolfs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samorku, í Fréttablaðinu. Hann segir til lítils að reisa nýjar virkjanir ef ekki sé hægt að flytja orkuna.

Ertu að leita að þessu?