fbpx

Fréttir

Vísindaferð VAFRÍ til að fræðast um vatns- og fráveitumálefni á Suðurlandi

Vatns- og Fráveitufélags Íslands (VAFRÍ) heldur vísindaferð til Suðurlands fimmtudaginn 25. september kl 12:30-18.  Markmið ferðarinnar er að fræðast um vatns- og fráveitumálefni á svæðinu.  Heimsótt verða helstu mannvirki og hlýtt á fræðslufyrirlestra frá fulltrúum veitna, fráveitna, verkfræðistofu og stofnanna (Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og MAST). 

Mikill vöxtur í endurnýjanlegri orkuframleiðslu

Raforkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum jókst mikið á heimsvísu árið 2013 og nemur nú um 22% af allri raforkuframleiðslu veraldar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Stofnunin spáir því að árið 2020 muni endurnýjanleg orka nema 26% af allri raforkuframleiðslu veraldar. Á Íslandi eru 99,9% allrar raforku framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Afhendingaröryggi raforku bætt á Vestfjörðum

Landsnet og Orkubú Vestfjarða hafa tekið í notkun nýtt tengivirki á Ísafirði. Þá hafa styrkingar farið fram á Tálknafjarðarlínu og vinna við varaaflsstöð í Bolungarvík er langt komin og á hún að vera tilbúin til notkunar fyrir árslok. Er þessum framkvæmdum ætlað að efla afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum, sem ekki hefur verið ásættanlegt undanfarin ár. Sjá nánar á vef Landsnets.

Lagning Hverahlíðarlagnar að hefjast

Á næstu vikum mun Orka náttúrunnar hefjast handa við lagningu gufulagnar sem tengir jarðhitasvæðið í Hverahlíð á Hellisheiði við Hellisheiðarvirkjun. Líkt og greint var frá í júní í fyrra þarf að efla gufuöflun til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni í Hellisheiðarvirkjun. Afráðið var að nýta borholur sem þegar höfðu verið boraðar við Hverahlíð. Sjá nánar á vef Orkuveitu Reykjavíkur.

Jarðfræðimálþing „Í fótspor Walkers“ 30. – 31. ágúst 2014 á Breiðdalsvík

Til að heiðra minningu breska jarðfræðingsins George P.L. Walkers og vekja áhuga á jarðfræði Austurlands, mun Breiðdalssetur standa fyrir málþingi um jarðfræði Austurlands helgina 30.-31. ágúst 2014. Markmið málþingsins er að kynna fyrir almenningi sem og fræðimönnum núverandi rannsóknir á jarðlagastafla Austurlands og hagnýtingu hennar í dag (t.d. jarðhitaleit og jarðgangnagerð). Sjá nánar á vef Breiðdalsseturs

Ertu að leita að þessu?