fbpx

Fréttir

Ályktun aðalfundar Samorku: Raforkukerfi í alvarlegum vanda, þrír nýir skattar, fleiri orkukosti í nýtingarflokk

Aðalfundur Samorku fagnar í ályktun sinni þingmálum iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem ætlað er að styrkja kerfisáætlun Landsnets og veita leiðsögn um málefni loftlína og strengja. Íslenska raforkukerfið er í alvarlegum og vaxandi vanda vegna hindrana á uppbyggingu og viðhaldi flutningskerfisins. Uppbygging atvinnulífs heilla landshluta býr við takmarkanir af þessum sökum. Þá lýsir fundurinn áhyggjum af stefnu nýrrar gjaldtöku á orku- og veitufyrirtæki, en þrír nýir skattar eru í farvatninu á þeirra starfsemi. Loks hvetur aðalfundur þingheim til að færa fleiri orkukosti í nýtingarflokk rammaáætlunar og leiðrétta þannig þær breytingar sem gerðar voru að loknu faglegu ferli 2. áfanga.

Bjarni Bjarnason nýr formaður Samorku

Á aðalfundi Samorku 2015 var Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kjörinn nýr formaður samtakanna. Hann tekur við af Tryggva Þór Haraldssyni, forstjóra RARIK, sem gegnt hefur embætti formanns sl. fjögur ár, og var jafnframt kjörinn til áframhaldandi setu í stjórn Samorku. Þá var Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, kjörinn nýr í stjórn samtakanna.

Raforkukerfi í vanda – opin dagskrá aðalfundar Samorku 20. febrúar

Yfirskrift opinnar dagskrár aðalfundar Samorku er Raforkukerfi í vanda. Erfið staða flutningskerfis raforku verður þar til umfjöllunar og þær hömlur sem sú staða hefur á þróun atvinnulífs víða um land. Um þessi mál munu fjalla yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Þá munu nýr formaður Samorku sem og iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpa fundinn, sem haldinn verður á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 20. febrúar.

 

Rétt nálgun Orkustofnunar

Stjórnsýsla Orkustofnunar vegna rammaáætlunar er rétt og lögum samkvæmt. Sáttin um rammaáætlun var hins vegar rofin árin 2011-2013. Þetta kemur fram í Fréttablaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar, þar sem hann bregst við gagnrýni á umrædda stjórnsýslu stofnunarinnar. Gústaf minnir jafnframt á að röðun orkukosts í nýtingarflokk þarf ekki að þýða að það verði af umræddum framkvæmdum.

Að gefnum tilefnum: Röðun í nýtingarflokk þýðir ekki að virkjun rísi

Samorka vill að gefnum tilefnum minna á að ákvörðun um að raða orkukosti í nýtingarflokk rammaáætlunar þarf alls ekki að þýða að umrædd virkjun eigi eftir að rísa. Í vikunni hefur heyrst hávær gagnrýni á hvoru tveggja Orkustofnun og á meirihluta atvinnuveganefndar Alþings vegna rammaáætlunar. Því miður hefur gagnrýnin einkennst af miklum gífuryrðum aðila sem hljóta að vita betur. Fullyrðingar um að með þessu sé verið að vega að öllum friði um rammaáætlun og að hann sé jafnvel úti fyrir vikið vekja furðu, enda einfaldlega um eðlileg stjórnsýsluferli að ræða á grundvelli viðkomandi laga.

Aðalfundur Samorku 20. febrúar

Aðalfundur Samorku verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 20. febrúar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpar opna dagskrá sem og nýkjörinn formaður Samorku. Á fundinum verður fjallað um þá erfiðleika sem uppi eru varðandi viðhald og uppbyggingu flutningskerfis raforku, og hvernig núverandi staða hamlar orðið þróun atvinnulífs víða um land. Um þetta munu fjalla yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, bæjarstjórinn í Fjarðabyggð og sveitarstjórinn í Dalvíkurbyggð.

Ertu að leita að þessu?