fbpx

Fréttir

112.765.594 ástæður til að elska hitaveitur

1 athugasemd við 112.765.594 ástæður til að elska hitaveitur

„Pabbi, það kemur ekkert heitt vatn úr krananum!“ sagði sonur minn við mig í töluverðri geðshræringu þegar hann átti að þvo hendurnar fyrir svefninn, fyrsta kvöldið sitt í heimsókn til heimalands móður sinnar. Þar vorum við stödd í Perú, landi þar sem heimsklassa jarðvarmaauðlind er til staðar – en skrefið hefur ekki verið tekið að […]

Umfangsmikil heitavatnslokun eftir miðnætti

Veitur vekja athygli á umfangsmikilli heitavatnslokun á hluta höfuðborgarsvæðisins sem hefst klukkan 02:00 eftir miðnætti í kvöld. Lokunin stendur yfir í ríflega þrjátíu klukkustundir eða til klukkan 09:00 að morgni miðvikudags 19. ágúst. Lokunin nær til alls Hafnarfjarðar, hluta Garðabæjar, efri byggða Kópavogs og Norðlingaholts í Reykjavík. Ítarlegar upplýsingar og kort af lokunarsvæðinu má finna inni á […]

Kristinn Ingi til CarbFix

Kristinn Ingi Lárusson hefur verið ráðinn til Carbfix, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem hann mun leiða viðskiptaþróun,stefnumótun og markaðssókn þess á erlendri grundu Á árunum 1998 – 2005 starfaði Kristinn hjá SPRON við útlán til stærri fyrirtækja, eignastýringu og fjárfestingabankastarfsemi. Frá 2005 til 2013 var Kristinn forstöðumaður viðskiptaþróunar Símans og síðar móðurfélagsins SKIPTA. Undanfarin sjö […]

Lykillinn að árangri í loftslagsmálum

Á dögunum kynntu stjórnvöld uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar má sjá metnaðarfullar og fjölbreyttar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. Orku- og veitufyrirtæki landsins láta sig þessi mál mikið varða enda er hrein orka og traustir orkuinnviðir um allt land lykillinn að árangri í loftslagsmálum. Á aðalfundi Samorku var eftirfarandi ályktun […]

Ekkert nema tækifæri!

Flokkað í ,

Rafbílavæðingin er á fleygiferð! Í janúar síðastliðnum voru nýskráðir fólksbílar sem knúnir eru áfram af rafmagni í fyrsta sinn fleiri en bensín- og díselbílar samanlagt. Þetta þýðir að við Íslendingar erum í 2. sæti í heiminum í hlutfalli hreinna rafbíla af nýskráðum bílum. Þá er uppbygging innviða fyrir hreinorkubíla í fullum gangi og það stefnir […]

Bræðslurnar spöruðu 56,5 milljón lítra af olíu

Fiskimjölsverksmiðjur umhverfisvænni og 83% rafvæddar Rafmagn uppfyllir nú 83% af orkuþörf fiskmjölsverksmiðja og stefnt er að enn hærra hlutfalli á næstu árum. Átak Landsvirkjunar og Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda sl. þrjú ár, 2017-2019, hækkaði þetta hlutfall úr 75%. Hlutfall rafmagns í orkukaupum fiskmjölsverksmiðjanna hefur þannig farið sívaxandi og hefur á tímabilinu sparað brennslu á 56,5 milljón […]

Landsvirkjun undirbýr vetnisframleiðslu

Landsvirkjun undirbýr nú hugsanlega vetnisvinnslu og til að byrja með telur fyrirtækið hentugt að hefja slíka vinnslu við Ljósafossstöð. Landsvirkjun hefur kynnt þann möguleika fyrir sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. Við Ljósafoss yrði framleitt svokallað grænt eða hreint vetni, sem fæst með rafgreiningu vatns með endurnýjanlegum orkugjöfum. Slík umhverfisvæn framleiðsla á vetni er enn fátíð í […]

Fá vatn úr virkjunum í stað borholna

Hitaveita Veitna mun á næstu dögum breyta afhendingu heits vatns í nokkrum hverfum borgarinnar og í Mosfellsbæ svo þau fái upphitað vatn frá virkjunum ON á Hellisheiði og á Nesjavöllum í stað vatns úr borholum á jarðhitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Hverfin sem fá virkjanavatn í stað jarðhitavatns eru Reykjavík vestan Elliðaáa ásamt Árbæjarhverfum og […]

Nýir stjórnarmenn hjá ON

Tómas Ingason og Magnús Már Einarsson eru nýir í stjórn Orku náttúrunnar (ON). Stjórn ON er því skipuð þeim: Hildigunni Thorsteinsson, formanni stjórnar, Elísabetu Hjaltadóttur, Hólmfríði Sigurðardóttur, Magnúsi Má Einarssyni, og Tómasi Ingasyni. Tómas Ingason hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskipta- og stafrænnar þróunar hjá Icelandair frá 2019, var framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW Air árið 2018 og gegndi stöðu […]

Átakið Íslenskt gjörið svo vel hafið

Sameiginlegt kynningarátak stjórnvalda og atvinnulífs undir yfirskriftinni Íslenskt gjörið svo vel hófst um helgina með birtingu á opnuauglýsingum í helgarblöðunum, þeim fylgja auglýsingar í útvarpi, vefmiðlum og á samfélagsmiðlum. Kynningarátakinu er ætlað að verja störf og auka verðmætasköpun og miðar að því að hvetja landsmenn, almenning og fyrirtæki til viðskipta við innlend fyrirtæki á fjölbreyttum […]

Ertu að leita að þessu?