Möguleikar Íslands og Færeyja til útflutnings endurnýjanlegrar raforku til Bretlands og Noregs og um leið tengjast stærra raforkuflutningskerfi í Evrópu eru til umfjöllunar í nýrri skýrslu NAEN (North-Atlantic Energy Network), sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti í dag á ráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsø í Noregi.
Fréttir
Fréttir
Rafmagn – einn mikilvægasti þáttur daglegs lífs
„Norðurlandabúar hafa notið rafmagns frá því um 1870 og Íslendingar frá því við upphaf 20. aldar. Í fyrstunni lýsti það upp vinnustaði, heimili og götur en nú knýr það upplýsingakerfin okkar, iðnaðinn, heimilistækin og í auknum mæli farartækin. Samfélag dagsins reiðir sig algjörlega á rafmagn og ekki bara til að létta störfin heldur ekki síður til afþreyingar og samskipta.“ Þetta kemur m.a. fram í Morgunblaðsgrein Eiríks Hjálmarsson, formanns kynningarhóps Samorku, á degi rafmagnsins.
Mikil fjárfesting í nýsköpun í orkutengdum iðnaði
Mikil aukning varð í fjárfestingu á sviði nýsköpunar hérlendis árið 2015 og nam hún alls um 194 milljónum Bandaríkjadala, eða ríflega 25 milljörðum króna. Ísland er þar á svipuðum slóðum og Finnland en talsvert langt á undan Noregi. Þrjár fjárfestingar skipta sköpum varðandi þessa miklu fjárfestingu í nýsköpun hér á landi og þar af eru þær tvær stærstu i orkutengdum iðnaði. Mikil tækifæri virðast því liggja í nýsköpun í orkutengdum iðnaði hérlendis.
Metár í heitavatnsnokun
Árið 2015 var metár í vatnsnotkun hjá hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu. Heildarnotkunin jókst um 10% frá árinu áður og er aukningin milli ára sú mesta sem hefur sést frá aldamótum. Vatnsnoktunin árið 2015 var tæplega 83 milljónir rúmmetra.
Guðfinnur og Lovísa ráðin til Samorku
Guðfinnur Þór Newman og Lovísa Árnadóttir hafa verið ráðin til starfa hjá Samorku. Guðfinnur var ráðinn í nýtt starf sérfræðings í greiningu og Lovísa var ráðin í nýtt starf upplýsingafulltrúa.
Fundur Landsvirkjunar um vatnsaflsvirkjanir og fiskistofna, Grand Hótel 20. janúar
Áhrif vatnsaflsvirkjana á fiskistofna verða til umfjöllunar á morgunverðarfundi Landsvirkjunar, í samstarfi við Veiðimálastofnun, miðvikudaginn 20. janúar á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 8:30 og þar verða kynntar rannsóknir Veiðimálastofnunar og rætt um lærdóma sem draga má af reynslunni. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.
Góð staða í miðlunarlónum, ekki útlit fyrir að takmarka þurfi raforkuframboð
Staðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar um áramót telst góð og ekki er útlit fyrir að takmarka þurfi raforkuframboð vegna stöðu miðlana fram á vor. Október var hlýr á landinu og hiti almennt yfir meðallagi. Um miðjan október fylltust bæði Hálslón og Þórisvatn. Sjá nánar hér á vef Landsvirkunar.
Græn orka og loftslagsmál: Sérstaða og tækifæri
„Með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í stað olíu spörum við andrúmsloftinu um 18 milljón tonn af losun koldíoxíðs árlega,“ segir m.a. í Fréttablaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samorku. Þar fjallar um hann um einstaka stöðu Íslands í krafti grænnar orku, en jafnframt um tækifærin framundan. Við getum bæði verið stolt af okkar græna orkukerfi og horft bjartsýn til enn aukins framlags okkar til þess að draga úr hnattrænni losun gróðurhúsalofttegunda, segir í grein Gústafs.
Minna straumleysi ef styrkingar flutningskerfis hefðu verið komnar til framkvæmda
Tjón Landsnets vegna fárviðrisins á dögunum nemur um 120 milljónum króna. Þar af eru um 90 milljónir vegna Vestfjarða. Notendur hefðu orðið fyrir minna straumleysi í fárviðrinu ef kerfisstyrkingar sem Landsnet vill ráðast í hefðu verið komnar til framkvæmda. Þannig voru það eingöngu eldri flutningslínur með trémöstrum sem skemmdust. Sjá nánar hér á vef Landsnets.
Bein nýting jarðhita á Parísarfundinum – Upptaka af fundi, erindi og fleira
Jarðvarmaklasinn í samstarfi við utanríkisráðuneytið stóðu fyrir fundi um beina nýtingu jarðhita á Parísarfundinum um loftslagsmál. Þar fluttu erindi: Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra; Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri; Hildigunnur Thorsteinsson, framkvæmdastjóri þróunar Orkuveitu Reykjavíkur; Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Fundarstjóri var Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Myndband af fundinum, dagskrá hans og erindi, má nálgast hér: