Sparnaður Íslendinga vegna jarðhita til húshitunar í stað olíu nam 89 milljörðum fyrir árið 2014, eða 272 þúsundum á hvert mannsbarn. Það eru 8,3% af heildar gjaldeyristekjum Íslands árið 2014.
Fréttir
Fréttir
Nýting og verndun vatns á morgunfundi
Nýting og verndun vatns er umfjöllunarefni morgunverðarfundar Íslensku vatnafræðinefndarinnar og Íslensku UNESCO nefndarinnar sem haldinn verður 31. mars frá 8-10 á Veðurstofu Íslands.
Kynningarfundir um tillögur um flokkun virkjunarkosta
Almenningur og hagsmunaaðilar geta kynnt sér drög að tillögum um flokkun virkjunarkosta á kynningarfundum, sem haldnir verða um land allt á næstu vikum. Á fundunum mun verkefnisstjórn kynna tillögudrögin og situr fyrir svörum að því loknu.
Aðalfundur JHFÍ 12. apríl – Rekstur og viðhald á borholum
Aðalfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn 12. apríl kl. 14 í húsakynnum Samorku að Borgartúni 35 (Húsi atvinnulífsins). Vorfundur félagsins verður haldinn í beinu framhaldi og verður opinn öllum áhugasömum. Dagskrá vorfundarins verður kynnt síðar.
Vatn og vinna á alþjóðlegum Degi vatnsins
Í dag, 22. mars, er alþjóðlegur Dagur vatnsins. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert til að minna okkur á að gott aðgengi að þessari mikilvægu auðlind er ekki sjálfgefið og til að kynna ýmis baráttumál tengd vatni svo fólk geti látið þau sig varða.
Landsnet býður til vorfundar
Fjallað verður um knýjandi þarfir samtímans í takt við þróun til framtíðar á vorfundi Landsnets á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudaginn 5. apríl. Fundurinn er öllum opinn en óskað er skráningar.
Fagfundur Samorku 2016 á Ísafirði
Undirbúningur fyrir Fagfund Samorku 2016 á Ísafirði er nú í fullum gangi. Nánari upplýsingar eru birtar hér hægra megin á heimasíðunni undir fyrirsögninni: FAGFUNDUR SAMORKU Á ÍSAFIRÐI 2016.
Áhugaverð erindi á Vísindadegi OR
Loftslagsmál, rafbílar, bætt auðlindanýting og vatns-, hita- og fráveitur eru á meðal umfjöllunarefna á Vísindadegi OR og dótturfélaga sem haldinn verður mánudaginn 14. mars milli 8.30 og 16. Fundurinn er opinn öllum en skráningar er óskað.
Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2015.
Ávinningur Íslendinga af orku- og veitufyrirtækjum gríðarlegur
Framlag orku- og veitufyrirtækja til íslensks samfélags, hvort sem um er að ræða fjárhagslegan ávinning eða minni losun gróðurhúsalofttegunda, er umtalsvert. Bjarni Bjarnason formaður Samorku fór yfir ávinning af orku- og veitustarfsemi á ársfundi samtakanna 2016.