Fyrir átak í uppbyggingu hitaveitna á áttunda áratug síðustu aldar var víða notast við olíu til húshitunar á Íslandi. Ef við værum að nýta sama orkumagn til húshitunar með brennslu olíu og við gerum í dag með nýtingu jarðhita hefði sú olíubrennsla í för með sér losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 18 milljónum tonna af koldíoxíði á ári. Það er á við eina og hálfa árlega losun Kaupmannahafnar.
Fréttir
Fréttir
Gagnagrunnur fyrir sérfræðinga í jarðhita
Alþjóðajarðhitasambandið, IGA, hefur komið á fót sérstökum miðlægum gagnagrunni fyrir sérfræðinga í jarðhita. Gagnagrunninum var ýtt úr vör á IGC 2016 ráðstefnunni í Hörpu í gær og sérfræðingum er boðið að skrá sig í grunninn á heimasíðu Alþjóðajarðhitasambandsins.
Kostir við nýtingu jarðhita á IGC 2016
Fjallað verður um jarðvarma í fjölbreyttum skilningi á ráðstefnu íslenska jarðvarmaklasans næstu daga í Reykjavík, Iceland Geothermal Conference. Áhersla er lögð á kosti þess að nýta jarðhita og margvíslegum ávinningi af því. Hægt er að kynna sér ráðstefnuna og dagskrá hér.
Orkuskipti í samgöngum stærsta tækifærið
Í dag koma þjóðarleiðtogar saman í New York á Degi jarðar og undirrita Parísarsamkomulagið um sameiginleg markmið þjóða heimsins í loftslagsmálum. Stóra tækifærið fyrir Ísland í loftlagsmálum er að skipta um orkugjafa í samgöngum þar sem hægt væri að koma í veg fyrir tæplega 20% af árlegum útblæstri gróðurhúsalofttegunda hér á landi. En þrátt fyrir kjöraðstæður hvað varðar aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum er þróunin í orkuskiptum mjög hæg á Íslandi.
Óvænt athygli á gróðurhús og hveralykt
Orkutengd ferðaþjónusta á Íslandi fékk óvænta kynningu á dögunum þegar Kim og Kourtney Kardashian og rapparinn Kanye West létu sjá sig öllum að óvörum.
Helgi Jóhannesson nýr formaður Samorku
Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, var í dag kjörinn nýr formaður Samorku á aðalfundi samtakanna. Hann tekur við af Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Þrír nýir stjórnarmenn taka einnig sæti; Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna og Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar. Þá voru Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur, endurkjörin í stjórn, þar sem jafnframt situr áfram Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Opinn ársfundur OR og dótturfélaga 18. apríl
Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga verður haldinn í Iðnó mánudaginn 18. apríl kl. 14-16. Meðal annars munu forstjóri Orkuveitunnar og framkvæmdastjórar dótturfélaganna fjalla um starfsemi fyrirtækjanna og fráfarandi og verðandi stjórnarformenn ávarpa fundinn, auk borgarstjóra Reykjavíkur. Sjá nánar hér á vef OR.
Allir velkomnir á ársfund Landsvirkjunar
Auðlind fylgir ábyrgð er yfirskrift ársfundar Landsvirkjunar sem haldinn verður á Hilton Reykjavík fimmtudaginn 14. apríl. Allir eru velkomnir, en skráningar er óskað.
Ársfundur atvinnulífsins 7. apríl í Hörpu
Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni er yfirskrift ársfundar atvinnulífsins, sem haldinn verður í Hörpu fimmtudaginn 7. apríl.
Faglegt og lýðræðislegt stjórnsýsluferli eftir röðun í nýtingarflokk
Ákvörðun um að raða tilteknum orkukosti í nýtingarflokk rammaáætlunar þarf alls ekki að þýða að umrædd virkjun eigi eftir að rísa. Að lokinni röðun í nýtingarflokk taka við vandað, faglegt og lýðræðislegt stjórnsýsluferli mats á umhverfisáhrifum framkvæmda, skipulagsferli og ferli leyfisveitinga. Samorka hefur fengið verkfræði- og ráðgjafafyrirtækið Eflu til að taka saman skema sem sýnir þessi ferli á myndrænan hátt.