fbpx

Fréttir

Fagfundur raforkumála færður til Reykjavíkur

Fagfundur raforkumála, sem halda átti á Ísafirði dagana 26. og 27. maí, hefur verið færður til Reykjavíkur vegna slæmra horfa með flugsamgöngur. Fundurinn verður á Grand Hótel Reykjavík og hefst dagskráin með skráningu kl. 13:45 fimmtudaginn 26. maí.

Rafmagnið ódýrast á Íslandi

Rafmagnsreikningur íslenskra heimila er sá langlægsti í Vestur-Evrópu, eða um 6.200 krónur á mánuði sé miðað við dæmigert heimili. Til samanburðar má nefna að sambærilegt danskt heimili greiðir 14.800 krónur á mánuði.Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat fyrir árið 2015 og miðast við heildarreikning, þ.e. raforku, skatta, flutning og dreifingu. 

Hvatning til aðildarfélaga frá stjórn Samorku

Stjórn Samorku hvetur öll aðildarfyrirtæki samtakanna til að tryggja að í verksamningum og samningum við birgja séu ákvæði sem geri verkkaupum kleift að grípa til aðgerða ef í ljós kemur að verktakar, undirverktakar eða birgjar virði ekki í hvívetna ákvæði kjarasamninga og vinnumarkaðslöggjafar.

Ísland án jarðhita?

„Margfalt hærri reikningur fyrir húshitun. Engin snjóbræðsla í gangstéttum, gervigrasvöllum, eða bílastæðum. Engar knattspyrnuhallir. Miklu dýrara innlent grænmeti og/eða afar lítil innlend grænmetisframleiðsla. Fáar sundlaugar og litlar. Langar sturtuferðir mikill lúxus. Gluggar lítið opnaðir á veturna. Margfalt fleiri olíutankar. Margföld losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi.“ Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku, veltir fyrir sér spurningunni um Ísland án jarðhita í grein í Fréttablaðinu.

Ertu að leita að þessu?