Orkuöryggi var lykilhugtakið í ræðu Helga Jóhannessonar, formanns Samorku, við upphaf um 150 manna fagfundar samtakanna í Reykjavík í dag.
Fréttir
Fréttir
Fagfundur raforkumála færður til Reykjavíkur
Fagfundur raforkumála, sem halda átti á Ísafirði dagana 26. og 27. maí, hefur verið færður til Reykjavíkur vegna slæmra horfa með flugsamgöngur. Fundurinn verður á Grand Hótel Reykjavík og hefst dagskráin með skráningu kl. 13:45 fimmtudaginn 26. maí.
Rafmagnið ódýrast á Íslandi
Rafmagnsreikningur íslenskra heimila er sá langlægsti í Vestur-Evrópu, eða um 6.200 krónur á mánuði sé miðað við dæmigert heimili. Til samanburðar má nefna að sambærilegt danskt heimili greiðir 14.800 krónur á mánuði.Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat fyrir árið 2015 og miðast við heildarreikning, þ.e. raforku, skatta, flutning og dreifingu.
Hvatning til aðildarfélaga frá stjórn Samorku
Stjórn Samorku hvetur öll aðildarfyrirtæki samtakanna til að tryggja að í verksamningum og samningum við birgja séu ákvæði sem geri verkkaupum kleift að grípa til aðgerða ef í ljós kemur að verktakar, undirverktakar eða birgjar virði ekki í hvívetna ákvæði kjarasamninga og vinnumarkaðslöggjafar.
Landsvirkjun semur við Norðurál – raforkuverðið aftengt álverði
Landsvirkjun og Norðurál hafa náð samkomulagi um að endurnýja raforkusamning fyrirtækjanna fyrir 161 MW. Endurnýjaður samningur tekur gildi í nóvember 2019 og er tengdur við markaðsverð á NordPool raforkumarkaðnum. Kemur sú tenging í stað álverðstengingar í gildandi samningi. Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.
Skráning hafin á Norrænu vatnsveituráðstefnuna
Skráning er hafin á Norrænu vatnsveituráðstefnuna 2016, sem haldin verður í Hörpu í Reykjavík dagana 28. – 30. september.
Landsvirkjun og Thorsil gera rafmagnssamning
Landsvirkjun og Thorsil hafa skrifað undir samning um afhendingu á rafmagni til kísilvers Thorsil í Helguvík í Reykjanesbæ. Um er að ræða allt að 55 megavött af afli eða sem samsvarar 460 gígavattstundum af orku á ári. Afhending hefst árið 2018 þegar ráðgert er að gangsetja kísilverið.
Breytingar á umhverfi orkufyrirtækja
Netorka býður til ráðstefnu um breytingar á umhverfi orkufyrritækja á Norðurlandi og Íslandi þann 19. maí frá 13-17 í húsi OR, Bæjarhálsi 1.
Íslenskar jarðvísindakonur heiðraðar
Hrefna Kristmannsdóttir og Ragna Karlsdóttir hlutu á dögunum brautryðjendaverðlaun alþjóðasamtakanna Women in Geothermal, WING, fyrir framlag sitt til útbreiðslu jarðhitanotkunar í heiminum.
Ísland án jarðhita?
„Margfalt hærri reikningur fyrir húshitun. Engin snjóbræðsla í gangstéttum, gervigrasvöllum, eða bílastæðum. Engar knattspyrnuhallir. Miklu dýrara innlent grænmeti og/eða afar lítil innlend grænmetisframleiðsla. Fáar sundlaugar og litlar. Langar sturtuferðir mikill lúxus. Gluggar lítið opnaðir á veturna. Margfalt fleiri olíutankar. Margföld losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi.“ Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku, veltir fyrir sér spurningunni um Ísland án jarðhita í grein í Fréttablaðinu.