fbpx

Fréttir

Sæstrengur til Bretlands hagkvæmur

Þjóðhagslegur ábati af sæstreng milli Íslands og Bretlands gæti verið um 400 milljarðar króna og haft jákvæð áhrif á árlega landsframleiðslu um 1,2-1,6%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Kviku og alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Pöyry. Niðurstaðan er háð ýmsum forsendum, m.a. að Bretar veiti umtalsverðan fjárhagslegan stuðning til uppbyggingu sæstrengsins. Nánari upplýsingar má finna á vef […]

Samanburður á hagkvæmni virkjanakosta

Virkjunarkostir landsmanna eru fjölmargir með mismunandi stofnkostnað, rekstrarkostnað, orkuvinnslugetu, nýtingu og fleira. Vatnsaflsvirkjanir hafa almennt verið ódýrari í stofnkostnaði á hvert uppsett megavatt (MW) en á móti hafa jarðhitavirkjanir skilað hærri nýtingu. Flókið getur verið að leggja mat á hagkvæmni þegar um ólíka kosti er að ræða. Samorka leggur hér fram aðferðarfræði og útreikning á […]

Koltvísýringi breytt í stein á tveimur árum

Flokkað í

Hægt er að binda koltvísýring sem steintegund í basaltberglögunum við virkjun ON á Hellisheiði að 95 prósentum á tveimur árum en ekki öldum eða árþúsundum eins og áður var talið. Þetta kemur fram í grein í Science, sem er eitt útbreiddasta og þekktasta vísindatímarit heims. Greinin fjallar um CarbFix loftslagsverkefnið sem unnið hefur verið að […]

Ályktað um raforkumarkaðinn án skoðunar á tölulegum gögnum

Skýrsla Lars Christensen um íslenska orkumarkaðinn fjallar á fræðilegan hátt um möguleikann á óeðlilegri þróun raforkukostnaðar hérlendis. Þá varpar höfundur fram hugmyndum í formi ályktana, en þær styðjast ekki við töluleg gögn um raforkuverð. Samorka hefur nýlega vakið athygli á nýjum evrópskum samanburðargögnum sem sýna að raforkukostnaður hérlendis er sá lægsti í allri Vestur-Evrópu. Að mati Samorku er afar langsótt að draga miklar ályktanir um íslenskan raforkumarkað út frá slíkri nálgun, sem ekki styðst við nein töluleg gögn um markaðinn hérlendis.

Ertu að leita að þessu?