Fátt er mikilvægara en aðgengi að heilnæmu og góðu vatni. Til þess þarf góðar vatnsveitur, reglubundnar rannsóknir og framþróun. Norræna vatnsveituráðstefnan, sú tíunda í röðinni, hófst í Hörpu í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 28. september. Þar koma saman helstu vísindamenn og sérfræðingar Norðurlandanna í drykkjarvatni. Um 300 manns taka þátt í ráðstefnunni og flutt verða hátt […]
Fréttir
Fréttir
Ísland önnur umhverfisvænsta þjóð heims
Ísland er önnur umhverfisvænsta þjóð heimsins samkvæmt nýrri umhverfisvísitölu Yale háskólans í Bandaríkjunum. Þessi skemmtilega staðreynd þarf ekki endilega að koma á óvart því staða Íslands er mjög sterk í alþjóðasamhengi vegna gnægðar vistvænnar orku hér á landi. Hlutfall endurnýjanlegrar orku við rafmagnsframleiðslu og húshitun er ríflega 99% á Íslandi og vegur þyngst í að […]
Nýjungar í starfsmenntun
Fundaröðin Menntun og mannauður hefst þriðjudaginn 20. september í Húsi atvinnulífsins. Fjallað verður um nýjungar í starfsmenntun að þessu sinni og hvað er í gangi í málaflokknum þetta haustið. Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem mun standa til vors […]
Íslensk fyrirtæki greiða lágt raforkuverð
Íslensk fyrirtæki greiða einn lægsta rafmagnsreikninginn í Evrópu. Fyrirtæki á Ítalíu, í Bretlandi og Þýskalandi þurfa að borga ríflega tvöfalt meira en fyrirtæki á Íslandi. Raforkuverðið sjálft, þegar litið er framhjá flutningi og opinberum gjöldum, er næstlægst á Íslandi í Evrópu. Samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs er því mjög hagstæð að þessu leyti, en líkt og víðar […]
Samfélagslegur ávinningur af landtengingum fyrir skip
Draga mætti verulega úr útblæstri frá sjávargeiranum með því að gera öllum skipum sem liggja við höfn kleift að tengjast rafmagni í landi. Einnig myndu slíkar landtengingar styrkja uppbyggingu byggða við hafnarsvæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu, sem unnin var fyrir Faxaflóahafnir, Orkuveitu Reykjavíkur, Veitur ohf. og Reykjavíkurborg. Samkvæmt Evróputilskipun skulu öll […]
Skuldir lækkað um 37% frá 2009
Skuldir hjá átta stærstu orku- og veitufyrirtækjum landsins hafa lækkað um 338 milljarða, eða tæp 37%, milli 2009 og 2015 á föstu verðlagi. Á sama tíma hefur eigið fé vaxið um 32,6% og er nú samtals um 493 milljarðar. Þessi árangur á sex árum sýnir öflugt tekjustreymi, aðhald í rekstri og sterkara gengi krónunnar. Orkufyrirtæki […]
OR dregur enn úr losun við orkuvinnslu
Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög ætla draga úr útblæstri jarðhitalofts við orkuvinnslu ON á háhitasvæðum, styðja við vistvæna samgöngumáta starfsmanna og endurheimta votlendi með því að grafa ofan í skurði á landareignum OR. Þetta kemur fram í loftlagsmarkmiðum OR samstæðunnar þar sem fyrirtækið skuldbindur sig til að minnka kolefnisspor samstæðunnar um helming til ársins 2030. Einnig á að auka […]
Húshitunarkostnaður langlægstur í Reykjavík
3 Athugasemdir við Húshitunarkostnaður langlægstur í ReykjavíkÞað kostar fimmfalt meira á ári að hita húsið sitt í Helsinki en í Reykjavík. Húshitunarkostnaður er langlægstur á Íslandi og er þrefalt minni en þar sem næstódýrast er að hita. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Samorku um húshitunarkostnað á Norðurlöndum. Stuðst er við tölur frá stærstu veitufyrirtækjum í hverri höfuðborg. Árlegur kostnaður við […]
Styrkir til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur
Jarðhitafélag Íslands veitir í ár háskólanemum, í fögum tengdum jarðhita, styrk til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur. Styrknum er ætlað að nýtast til að greiða ferða- og uppihaldskostnað og/eða ráðstefnugjöld. Um er að ræða 2 styrki til framhaldsnema í háskólanámi (MS/Ph.D) að upphæð allt að kr. 300.000 fyrir hvern styrk. Stjórn félagsins mun velja styrkþega úr […]
Umsóknarfrestur Startup Energy Reykjavík nálgast
Frumkvöðlar í orkutengdri nýsköpun eru hvattir til að sækja um hjá Startup Energy Reykjavík, en umsóknarfrestur rennur út þann 14. ágúst. Á Startup Energy Reykjavík verða sjö verkefni valin til þátttöku. Hljóta þau fjárfestingu frá styrktaraðilum og handleiðslu frá sérfræðingum til áframhaldandi þróunar. Startup Energy hefst í september og stendur yfir til loka nóvember 2016. Nánari upplýsingar […]