fbpx

Fréttir

„Planið“ gekk upp

Aðgerðaáætlunin sem Orkuveita Reykjavíkur hefur fylgt frá því snemma árs 2011 og nefnd er Planið gekk upp og vel það. Hún átti að skila liðlega 50 milljörðum króna í betri sjóðstöðu en niðurstaðan varð um 60 milljarðar. Þetta kemur fram í lokaskýrslu fyrirtækisins um Planið sem lauk um áramót. Rekstrarafkoma er svipuð og síðustu ár […]

Íslensk orka þjóðhagslega hagkvæm

1 athugasemd við Íslensk orka þjóðhagslega hagkvæm

Ávinningur þess að nota endurnýjanlega orkugjafa til raforkunotkunar og upphitunar heimila hleypur á tugum milljarða á hverju ári. Þrátt fyrir hvað mestu notkun rafmagns og vatns á Norðurlöndunum borga Íslendingar lægst hlutfall mánaðarlauna sinna fyrir. Þetta kom fram í erindi Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs SA, á ársfundi Samorku sem fram fór í Hörpu fimmtudaginn 2. […]

Mikilvægi orku- og veitugeirans áréttað

Á aðalfundi Samorku fimmtudaginn 2. mars, var ályktað um að árétta fjölþætt mikilvægi orku- og veitufyrirtækja fyrir íslenskt samfélag. Starfsemi fyrirtækjanna er ein af grundvallarstoðum íslensks samfélags og frekari sjálfbærrar þróunar þess. Mikilvægt er að stjórnvöld gefi fyrirtækjunum svigrúm til að sinna áfram því mikilvæga og fjölþætta hlutverki að nýta auðlindir landsins á ábyrgan hátt til […]

Helgi Jóhannesson endurkjörinn formaður

Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, var endurkjörinn formaður Samorku til tveggja ára á aðalfundi samtakanna fimmtudaginn 2. mars. Þá voru einnig endurkjörin í stjórn þau Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku og Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Guðmundur Ingi Ásmundsson og Jóhanna B. Hansen, bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar. Þá verður Hörður Arnarson, […]

87% ferðamanna tók ekki eftir Blönduvirkjun

Mikilvægt er að nýjar byggingar og önnur mannvirki utan þéttbýlis hér á landi taki mið af verndun náttúru og falli vel að landslaginu á hverjum stað. Þetta er á meðal ályktana sem draga má af svörum ferðamanna sem birt eru í nýrri skýrslu Háskóla Íslands og unnin var fyrir Landsvirkjun.   Niðurstaða könnunarinnar, sem var […]

Áhugaverð erindi á Vísindadegi OR

Hinn árlegi Vísindadagur OR samstæðunnar verður haldinn á Pí daginn 14. mars  á Nauthóli, Nauthólsvegi 106. Kynnt verða áhugaverð rannsóknarverkefni sem unnin eru af starfsfólki Orkuveitunnar, Veitna, ON, GR eða samstarfsaðilum. Þemu Vísindadagsins í ár eru þrjú; Það sem enginn sér, Framtíðin og 2°C. Erindin snúast meðal annars um: • loftslagsmál og heilsu • kolefnisspor […]

Ársskýrsla Landsvirkjunar komin út

Ársskýrsla Landsvirkjunar 2016 er komin út. Í ár eru árs- og umhverfisskýrslur fyrirtækisins í fyrsta sinn sameinaðar og þar með birtist grænt bókhald fyrirtækisins nú í ársskýrslunni, ásamt annarri ítarlegri umfjöllun um umhverfismál. Með ársskýrslunni er leitast við að auðvelda almenningi að kynna sér fyrirtækið; afkomu þess, umhverfisvöktun og aðra starfsemi. Þetta er fjórða árið […]

Kuðungurinn – tilnefningar óskast

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2016. Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af […]

Viðskiptavinir ON ánægðastir

Orka náttúrunnar hlaut í dag viðurkenningu sem það raforkusölufyrirtæki í landinu sem býr við mesta ánægju viðskiptavina sinna. Bjarni Már Júlíusson framkvæmdastjóri ON tók við viðurkenningarskjali þessa efnis þegar niðurstaða Íslensku ánægjuvogarinnar 2016 voru kynntar. Bjarni Már sagði við það tækifæri að fyrirtækið legði sérstaka áherslu á gagnlega upplýsingagjöf í öllum samskiptum við viðskiptavini og […]

Ertu að leita að þessu?