Framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 í Skútustaðahreppi stendur – úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu Landverndar og Fjöreggs um að leyfið yrði fellt úr gildi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsneti í dag. Það var mat nefndarinnar að sveitarfélagið hafi staðið rétt að útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir Kröflulínu 4. Með þessari niðurstöðu er allri […]
Fréttir
Fréttir
Rekstur Norðurorku í takt við áætlanir
Ársvelta Norðurorku samstæðunnar 2016 var 3,4 milljarðar króna. Hagnaður ársins var 409 milljónir króna eftir skatta og eigið fé 8,2 milljarðar króna. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi föstudaginn 31. mars. Rekstur samstæðunnar var nokkuð í takt við áætlanir þrátt fyrir að kostnaður við borun heitavatnsholu að Botni hafi […]
Birna Ósk Einarsdóttir til Landsvirkjunar
Birna Ósk Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar. Hlutverk sviðsins er að hámarka tekjur Landsvirkjunar til langs tíma. Í því felst þróun, kynning og sala á orkuvörum og þjónustu, samskipti við núverandi og væntanlega viðskiptavini vegna samninga og reksturs þeirra auk greiningar viðskiptatækifæra. Framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs heyrir undir forstjóra Landsvirkjunar. Birna […]
Landsvirkjun fær gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í þriðja sinn
Landsvirkjun hefur hlotið gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC fyrir árið 2017 og er þetta í þriðja skipti sem fyrirtækið fær þessa viðurkenningu. Einungis eitt annað fyrirtæki hefur farið þrisvar sinnum í úttektina og staðist í öll skiptin. PwC hefur gert 65 jafnlaunaúttektir og aðeins einu sinni mælt jafnlítinn mun og nú mælist hjá Landsvirkjun: 0,4% fyrir heildarlaun. […]
Landsnet bakhjarl KíO
Landsnet og Konur í orkumálum skrifuðu nýlega undir samning sem kveður á um að Landsnet bætist í hóp bakhjarla félagsins til næstu tveggja ára. „Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir miklu máli að taka virkan þátt í að auka hlut kvenna í orkugeiranum. Hjá okkur starfar öflugur hópur kvenna með fjölbreytta menntun en í ákveðnum starfsgreinum vantar […]
Vilja auka notkun endurnýjanlegrar orku í fiskimjölsiðnaði
Landsvirkjun og Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda (FÍF) hafa tekið höndum saman um að stuðla að aukinni notkun endurnýjanlegrar orku í fiskmjölsiðnaði. Fiskmjölsframleiðendur hafa á undanförnum árum notast bæði við olíu og rafmagn í framleiðslu sinni, en þeir hafa keypt skerðanlegt rafmagn af raforkusölum sem Landsvirkjun hefur selt á heildsölumarkaði. Takmarkað framboð á slíku rafmagni og sveiflukennd […]
Hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns
EIMUR, í samstarfi við Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng hf, efnir til hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra með áherslu á nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum. Um er að ræða almenna hugmyndasamkeppni og hún er öllum opin. Engar skorður eru settar varðandi það hverskonar nýting er lögð til, því ætlunin er að fá fram fjölbreyttar […]
Verkefnastjóri á sviði rafmagns
Samorka óskar eftir að ráða drífandi einstakling sem býr yfir miklu frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna mikilvægum og spennandi verkefnum. Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Aðildarfélög Samorku eru um 50 talsins og með starfsemi um allt land. Samtökin eru aðilar að Samtökum atvinnulífsins og eru staðsett í Húsi atvinnulífsins […]
Raforkunotkun dróst saman
Raforkunotkun almennings árið 2016 dróst saman um 4,3% miðað við árið á undan. Þá dróst raforkuvinnsla einnig saman um 1,3% og töp við flutning raforku til almenningsveitna og stórnotenda minnkuðu um 3,1%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuspárnefnd, sem er samstarfsvettvangur nokkurra helstu fyrirtækja, stofnana og samtaka í orkuiðnaði hér á landi auk Hagstofu Íslands, […]
ON og N1 í samstarf um hleðslustöðvar
Orka náttúrunnar og N1 ætla í sameiningu að reisa hlöður fyrir rafbíla meðfram helstu þjóðvegum landsins. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa skrifað undir samkomulag um að hlöður ON rísi á afgreiðslustöðvum N1 víðsvegar um land. ON er í forystu um uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti í samgöngum og hefur þegar reist 13 hlöður í samstarfi við ýmsa aðila, […]