Orka náttúrunnar virkjaði tvær nýjar hlöður fyrir rafbílaeigendur á dögunum. Önnur þeirra var sett upp á Stöðvarfirði í lok janúar, en hin er við Minni-Borg í uppsveitum Suðurlands. Fyrrnefnda hlaðan er liður í því verkefni ON að opna hringveginn fyrir rafbíla, en sú síðari er sett upp þar sem eru vinsælar sumarbústaðarbyggðir og þar með […]
Fréttir
Fréttir
Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Advania Data Centers
Landsvirkjun og hátæknifyrirtækið Advania Data Centers hafa undirritað rafmagnssamning um afhendingu á 30 MW til gagnaversins á Fitjum í Reykjanesbæ. Unnið er að mikilli stækkun gagnaversins og er ráðgert að umsvif Advania Data Centers þrefaldist. Starfsmenn gagnaveranna verða um 50 talsins og áætluð velta á árinu er um sex milljarðar króna. Samningurinn gerir Advania Data […]
#MeToo: Stjórn Samorku hvetur til aðgerða
Stjórn Samorku hvetur aðildarfyrirtæki samtakanna til þess að taka ákall #metoo umræðunnar föstum tökum. Frásagnir kvenna um áreitni og mismunun koma frá fjölbreyttum starfsstéttum og má því miður gera ráð fyrir að úrbóta sé einnig þörf innan orku- og veitustarfseminnar. Kynferðisleg áreitni, ofbeldi og mismunun á aldrei rétt á sér og stjórn Samorku hvetur stjórnendur […]
Jafnvægi í rekstri Landsnets
Hagnaður Landsnets nam tæpum þremur milljörðum króna á árinu 2017 og er það mikill viðsnúningur frá árinu áður, þegar um 1,4 milljarða tap var á rekstrinum. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsnets fyrir árið 2017 sem samþykktur var í dag. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir ánægjulegt að reksturinn sé í takt við áætlanir og […]
Sigurlilja ráðin hagfræðingur Samorku
Sigurlilja Albertsdóttir hefur verið ráðin hagfræðingur Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Sigurlilja hefur starfað hjá Utanríkisráðuneytinu sem sérfræðingur á sviði stefnumótunar og fjármála frá árinu 2016 og þar áður sem sérfræðingur þjóðhagsútreikninga á efnahagssviði hjá Hagstofu Íslands frá árinu 2010. Þá hefur hún einnig starfað sem sérfræðingur við Hagstofu EFTA í Lúxemborg. Sigurlilja er með […]
Stefanía G. Halldórsdóttir til Landsvirkjunar
Stefanía G. Halldórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar. Hlutverk sviðsins er að hámarka tekjur Landsvirkjunar til langs tíma. Í því felst þróun, kynning og sala á orkuvörum og þjónustu, samskipti við núverandi og væntanlega viðskiptavini vegna samninga og reksturs þeirra og greining viðskiptatækifæra. Framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs heyrir undir forstjóra Landsvirkjunar. Stefanía […]
Hversu verðmætt er vatnið okkar?
Hversu verðmætt er vatnið okkar? Þessari spurningu var leitast við að svara í víðu samhengi á opnum morgunverðarfundi Samorku í morgun, sem haldinn var á Icelandair Hótel Natura með yfirskriftinni Verðmætin í vatninu. Fjallað var um kaldavatnsauðlindina á Íslandi, vatnsvernd og samstarf við hagsmunaaðila um umgengni á vatnsverndarsvæðum og þegar slys verða við vatnsból, vatnið […]
Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu öruggt
Ekki er talin hætta á heilsufarslegum afleiðingum við neyslu vatns í Reykjavík. Niðurstaða fundar í samstarfsnefnd um sóttvarnir í morgun var sú að mengun sem mældist í neysluvatni víða í Reykjavík og á Seltjarnarnesi sé einangrað fyrirbæri í kjölfar mikilla vatnavaxta. Samstarfsnefndin telur ekki þörf á að almenningur á svæðum þar sem mengunin hefur mælst sjóði […]
Hvað eru jarðvegsgerlar?
Á vef Veitna má finna svör við ýmsum spurningum sem kunna að brenna á fólki eftir að fjölgun jarðvegsgerla mældist í kalda vatninu í Reykjavík. Hætta er ekki á ferðum fyrir almenning, en í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. […]
Hlöðum fjölgar hratt – tvær opnaðar á Austurlandi
Orka náttúrunnar hefur tekið tvær hlöður fyrir rafbílaeigendur í notkun, á Egilsstöðum og í Freysnesi í Öræfum. Hlaðan á Egilsstöðum er við þjónustustöð N1, sem er miðsvæðis í bænum og liggur vel við samgöngum í landshlutanum. Báðar hlöðurnar eru búnar hraðhleðslum sem geta þjónað flestum gerðum rafbíla auk hefðbundinna hleðsla. Að auki segir Bjarni Már […]