fbpx

Fréttir

Skráning hafin á norrænu vatnsveituráðstefnuna 2018

Norræna vatnsveituráðstefnan 2018 verður haldin 11.-13. júní í Osló, Noregi. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og þar koma saman sérfræðingar Norðurlandanna í vatnstengdum fræðum og fjalla um hinar ýmsu hliðar á vatnsveitum og drykkjarvatni.  Metnaðarfull dagskrá verður í boði og fjallað um ýmist dreifikerfi vatns, rekstur vatnsveitna, fræðslu, gæði og meðhöndlun drykkjarvatns, vatnsvernd og […]

Skipað í stjórn Landsvirkjunar í dag

Á aðalfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var í dag, skipaði fjármála- og efnahagsráðherra aðalmenn og varamenn í stjórn Landsvirkjunar samkvæmt lögum um fyrirtækið. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru: Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Úr stjórn fóru Haraldur Flosi Tryggvason, Kristín Vala Ragnarsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir en […]

Eiríkur Bogason jarðsunginn á morgun

Ei­rík­ur Boga­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Samorku, lést föstu­dag­inn 23. mars síðastliðinn, 71 árs að aldri. Ei­rík­ur læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Guðbjörgu Ólafs­dótt­ur, og tvö upp­kom­in börn. Eiríkur verður jarðsunginn fimmtudaginn 5. apríl kl. 13 frá Fossvogskirkju. Ei­rík­ur fædd­ist í Vest­manna­eyj­um þann 24. janú­ar árið 1947. Hann lauk sveins­prófi í raf­virkj­un 1967 og síðar námi í raf­magns­tækni­fræði […]

Rafbílaeigendur komast hringinn

Hraðhleðslustöð fyrir rafbíla hefur verið tekin í notkun við Mývatn. Þessi nýja viðbót ON í hraðhleðslustöðvum markar tímamót, því nú geta rafbílaeigendur ekið allan hringveginn og treyst því að hvergi séu meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva. Hlaðan stendur við Fosshótel í Reykjahlíð og auk hraðhleðslunnar er þar líka hefðbundin hleðsla (AC). Á milli Mývatns […]

Framlag orku- og veitufyrirtækja til loftslagsmála

Flokkað í

Framlag orku- og veitufyrirtækja til loftslagsmála er stórt, hvort sem litið er til fortíðar eða framtíðar. Um þetta var fjallað á opnum ársfundi Samorku, sem fram fór 6. mars 2018 á Hilton Nordica. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, ávarpaði ársfundinn í upphafi hans. Ávarp – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir from Samorka […]

Kolefnishlutlaus orku- og veitustarfsemi fyrir árið 2040

Flokkað í 1 athugasemd við Kolefnishlutlaus orku- og veitustarfsemi fyrir árið 2040

Orku- og veitustarfsemi ætlar að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040. Yfirlýsing þess efnis var afhent Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindamála á ársfundi Samorku í dag. Í yfirlýsingunni kemur fram að orku- og veitufyrirtæki ætli sér að ná þessu markmiði með því að vera leiðandi í […]

Konur meirihluti stjórnar Samorku

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri, var í dag kjörin fulltrúi Landsvirkjunar í stjórn Samorku á aðalfundi samtakanna. Þá voru einnig endurkjörin í stjórn þau Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Jóhanna B. Hansen, bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar. Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku og Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur og Helgi Jóhannesson, forstjóri […]

Landsnet Menntasproti ársins

Landsnet er menntasproti ársins 2018. Allan sólarhringinn vinna starfsmenn í stjórnstöð fyrirtækisins við að stýra raforkukerfi Íslands sem er flóknasta kerfi landsins. Landsnet ber einnig ábyrgð á því að sinna viðhaldi þess og rekstri þannig að það virki, að tryggja að landsmenn geti haft ljósin kveikt þegar þeim hentar og að hjól atvinnulífsins snúist. „ […]

Hvað verður um starfið þitt?

Hvað verður um starfið þitt? er yfirskrift Menntadags atvinnulífsins sem verður haldinn í Hörpu fimmtudaginn 15. febrúar kl. 8.30-12. Dagurinn, sem nú er haldinn í fimmta sinn, er að þessu sinni tileinkaður hlutverki skólakerfis og atvinnulífs við að búa fólk undir þær tæknibreytingar sem standa yfir. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa hvatt fyrirtæki til dáða […]

Ásmundur nýr forstöðumaður upplýsingatækni Landsnets

Landsnet hefur ráðið Ásmund Bjarnason í starf forstöðumanns upplýsingatækni þar sem hann mun stýra uppbyggingu og þróun á upplýsingakerfum Landsnets. Ásmundur er menntaður rekstrarverkfræðingur M.Sc. frá Álaborgarháskóla og tölvunarverkfræðingur frá HÍ. Hann hefur undanfarið ár starfað við upplýsingatækniráðgjöf hjá KPMG á Íslandi og þar á undan var hann forstöðumaður upplýsingatækni hjá Sjóvá.  

Ertu að leita að þessu?