Ráðstefna á vegum GEORG, rannsóknarklasa í jarðhita, verður haldin dagana 14. – 15. nóvember á Grand hótel í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er „New Geothermal Generation“ og á henni verður leitast við að leiða saman aðila í grunnvísindum og iðnaði á sviði jarðhita. Á þessum tveimur dögum verður ítarlega fjallað um jarðhitatengd verkefni, rannsóknum á jarðhita, […]
Fréttir
Fréttir
Rafbílavæðing hagkvæm fyrir þjóðarbúið
Rafbílavæðing hefur jákvæð áhrif í heild þegar til lengri tíma er litið, þegar litið er til helstu þjóðhagslegra stærða og fjárhagslegra hagsmuna neytenda. Auk þess skilar hún umtalsverðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar greiningar sem unnin var af HR og HÍ fyrir Samorku, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Grænu orkuna, Íslenska Nýorku og […]
Þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar
Niðurstöður nýrrar greiningar um þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar verða kynntar á opnum fundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 1. nóvember. HR og HÍ hafa unnið að verkefninu fyrir Samorku, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Grænu orkuna og Íslenska Nýorku, og hafa smíðað líkan sem metur áhrif af beitingu mismunandi hagrænna hvata stjórnvalda, s.s. ívilnunum, sköttum og gjöldum. Hvaða aðgerðir […]
Kalda vatnið ódýrast á Íslandi
Heimili í Danmörku þarf að greiða rúmlega þrefalt meira fyrir notkun kalda vatnsins á ári hverju en á Íslandi. Ódýrast er að nota kalt vatn á Íslandi af Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í árlegri samantekt Samorku um kaldavatnsnotkun þar sem stuðst er við nýjar tölur frá stærstu veitufyrirtækjum á Norðurlöndum. Eins og sjá má […]
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2018
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Norðurljósum í Hörpu á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Toyota en framtak ársins á sviði umhverfismála á Skinney-Þinganes. Í dómnefnd sátu Ragna Sara Jónsdóttir formaður dómnefndar, Bryndís Skúladóttir efnaverkfræðingur og Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Umhverfisdagur atvinnulífsins er árlegur […]
Mikil tækifæri í fjórðu iðnbyltingunni
Spár sýna að tæknistörfum fjölgi mjög mikið á næstu árum með fjórðu iðnbyltingunni. Áhrif þessa gætu verið mikil á stöðu kynjanna á vinnumarkaði þar sem mikill meirihluti tæknistarfa er unninn af karlmönnum. Þetta var meðal þess sem rætt var á morgunverðarfundi Samorku og Origo og þeirri spurningu velt upp hvort fjórða iðnbyltingin sendi okkur tugi […]
Orkuveita Reykjavíkur fær 2 milljarða styrk
Orkuveita Reykjavíkur (OR) ásamt samstarfsaðilum hefur hlotið ríflega tveggja milljarða króna styrk úr Horizon 2020 Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. Styrkurinn er til verkefnisins GECO, sem miðar að sporlausri nýtingu jarðhita. OR leiðir þetta samstarfsverkefni 18 fyrirtækja og stofnana víðs vegar að úr Evrópu. Markmið GECO (Geothermal Emission Control) er að þróa jarðhitavirkjanir með sem allra […]
Hverjar eru helstu áskoranir Íslands í orkumálum?
Niðurstöður skýrslu Alþjóða orkuráðsins, World Energy Issue Monitor, voru kynntar á sameiginlegum fundi Orkustofnunar og Samorku. Skýrslan á að gefa vísbendingar um hvaða málefni séu stjórnendum orku- og veitufyrirtækja í heiminum efst í huga og skilgreinir helstu breytingar, áskoranir og óvissu á sviði orkumála og tengdum greinum. Ísland var með í skýrslunni í annað sinn. […]
Ný íslensk rannsókn um hleðslu rafbíla
Tvö hundruð eigendum raf- og tengiltvinnbíla hefur verið boðin þátttaka í rannsókn, sem kanna á hvernig þeir hlaða bílana sína. Niðurstöður rannsóknarinnar munu veita mikilvægar upplýsingar fyrir áframhaldandi orkuskipti í samgöngum hér á landi. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, ásamt nokkrum af aðildarfyrirtækjum sínum, stendur fyrir rannsókninni sem stendur yfir í 12 mánuði og er […]
Húshitun ódýrust hér af Norðurlöndum
Mikill munur er á kostnaði vegna húshitunar fyrir íbúa í höfuðborgum Norðurlandanna. Íbúi í Kaupmannahöfn þarf að borga 314 þúsund krónur á ári, í Stokkhólmi rúmlega 300 þús krónur, í Osló 264 þúsund krónur og í Helsinki 246 þúsund krónur á ári. Í Reykjavík er árlegur kostnaður hins vegar aðeins 90 þúsund krónur. Að meðaltali […]