Á aðalfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, þann 6. mars 2019 var eftirfarandi ályktun samþykkt: Á árinu 2003 tóku ný raforkulög gildi og aðskilnaður var gerður milli samkeppnisstarfssemi og sérleyfisstarfsemi. Með þeim voru innleidd ákvæði tilskipana Evrópusambandsins í raforkumálum og þá einkum um að þróa markað með raforku þannig að samkeppni tryggi lægsta verð til […]
Fréttir
Fréttir
Orkustefna er leiðarljós
Aðalfundur Samorku, sem haldinn var 6. mars 2019 á Grand hótel Reykjavík, ályktaði um orkustefnu: Á sama tíma og heimurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum í umhverfismálum er ljóst að tækifæri Íslendinga til jákvæðra aðgerða eru einstök. Landið er ríkt af auðlindum sem gerir okkur kleift að ganga bjartsýn inn í næstu orkuskipti. Sem aldrei […]
Dagur kalda vatnsins
Í dag 22. mars er alþjóðlegur dagur kalda vatnsins. Þema dagsins í ár er aðgengi að neysluvatni. Á Íslandi búum við við afar gott aðgengi að hreinu neysluvatni, sem stuðlar að heilbrigði allra landsmanna. Vatnið er okkar helsta auðlind. Meðalnotkun heimilis í Reykjavík er 165 lítrar af köldu vatni á dag á hvern einstakling, sem […]
Konur viðmælendur í 30% tilfella
Konur eru töluvert sjaldnar viðmælendur en karlar í fréttum ljósvakamiðla um orkumál, eða í aðeins 30% tilfella. Þetta kynjahlutfall er lægra en almennt gerist í fréttum ljósvakamiðla. Þetta kemur fram í Fjölmiðlalykli fyrir árið 2018, sem félagið Konur í orkumálum hefur birt og sýnir tölfræði um kynjaskiptingu viðmælenda í fréttum ljósvakamiðla um orkumál á árinu […]
Fyrirlesarar óskast á alþjóðlega hitaveituráðstefnu
Dagana 23. – 25. október 2019 verður alþjóðlega hitaveituráðstefnan „Sustainble District Energy Conference“ haldin í Reykjavík. Ráðstefnan fer fram í fyrsta skipti hér á landi en tilgangur hennar er að vera samstarfsvettvangur Evrópuþjóða í rannsóknum og þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi heldur ráðstefnuna í samstarfi við íslenska orkuklasann. Óskað […]
Orkustefna mikilvæg fyrir alla
Orkustefna í mótun var umfjöllunarefni ársfundar Samorku sem haldinn var miðvikudaginn 6. mars á Grand hótel í Reykjavík. Guðrún Sævarsdóttir, formaður starfshóps stjórnvalda um mótun orkustefnu fyrir Ísland, Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku og Toril Johanne Svaan, deildarstjóri í norska orkumálaráðuneytinu, fluttu erindi og fjölluðu meðal annars um þeirra hluta sem orkustefnu er ætlað að taka […]
Helgi endurkjörinn formaður
Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, var í dag endurkjörinn formaður stjórnar Samorku á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var á Grand hótel Reykjavík. Þá var Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, einnig endurkjörinn í stjórn samtakanna til tveggja ára. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, var kosin í stjórn Samorku í fyrsta sinn. Berglind var kjörin til tveggja […]
Berglind Rán Ólafsdóttir ráðin framkvæmdastjóri ON
Stjórn Orku náttúrunnar (ON) hefur ráðið Berglindi Rán Ólafsdóttur framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Berglind hefur gengt starfinu tímabundið frá því í september síðastliðnum en það var auglýst laust til umsóknar í byrjun þessa árs. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún var ráðin til Orku náttúrunnar á árinu 2017 sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða og […]
BEIN ÚTSENDING: Orkustefna í mótun
Opinn ársfundur Samorku verður haldinn 6. mars kl. 15 í Háteig á Grand hótel Reykjavík. Á fundinum verður orkustefna fyrir Ísland til umfjöllunar. Hverjar verða áherslur Íslands til framtíðar í orkumálum? Dagskrá: Ávarp – Helgi Jóhannesson, formaður SamorkuÁvarp – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherraMótun orkustefnu Íslands – Guðrún Sævarsdóttir, formaður starfshóps stjórnvalda um […]
Landsvirkjun fær jafnlaunavottun
Landsvirkjun hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi fyrirtækisins. Því til staðfestingar hefur fyrirtækið fengið afhent skírteini frá vottunar- og faggildarstofunni BSI á Íslandi og einnig jafnlaunamerki Velferðarráðuneytisins frá Jafnréttisstofu. Jafnlaunakerfið stuðlar að því að starfsmenn njóti jafnra launa fyrir jafnverðmæt störf. Starfsumhverfi og hlutverk Landsvirkjunar krefst fjölbreyttra starfa og er bakgrunnur starfsfólks mismunandi hvað varðar menntun, […]