Útboð – rafmagnsstrengir
Samorka óskar eftir tilboðum í jarðstrengi fyrir neðangreindar dreifiveitur. Útboðsgögnin eru afhent rafrænt. Hafa skal samband í tölvupósti í netfangið baldur@samorka.is, en einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu SAMORKU – www.samorka.is.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) (http://ted.europa.eu).
Meginatriði útboðs Samorku á jarðstrengjum
Um er að ræða útboð á eftirfarandi rafmagns jarðstrengjum (Underground Power Cables): 1 kV, 12 kV og 24 kV jarðstrengir fyrir RARIK ohf., HS veitur hf., Norðurorku hf., Orkubú Vestfjarða ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur. Um nánari lýsingu er vísað til útboðsgagna.
Samningstíminn er þrjú ár, þ.e. til ársloka 2021 með möguleika á framlengingu.
Útboðsgögn eru afhent rafrænt frá og með 18. september 2017.
Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 24. október, kl. 14:00 á skrifstofu Samorku, Borgartúni 35, 3. hæð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.