Þriðji orkupakki ESB – grein eftir Rögnu Árnadóttur
Ragna Árnadóttir, lögfræðingur og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, ritaði grein í vefútgáfu Úlfljóts, tímarits lögfræðinema, um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Í greininni fer Ragna ítarlega yfir aðdragandann að pakkanum, markmiðið með honum og áhrif innleiðingar á Íslandi.
Hún segir hann rökrétt framhald af fyrri tveimur orkupökkum ESB, þar sem lögð var áhersla á innri markað til að auka samkeppni og tækifæri til fjárfestinga. Sá þriðji innihaldi þó nýmæli sem lúti að auknu eftirliti með rafmagnsmörkuðum og samhæfingu þess.
Greinina má lesa á heimasíðu Úlfljóts.